Úrval - 01.06.1965, Side 130

Úrval - 01.06.1965, Side 130
128 ÚRVAL kommúnista eða annarra áhrifa- lausa. „Ég hamraði járnið á ineðan það var heitt,“ eins og de Gaulle komst síðar svo spaklega að orði. „IlfíENNUR PARÍS?" Hitler var samt ekki alveg bú- inn að sleppa hendinni af París. Er honum barst fyrsta fregnin af þvi, að Bandamenn væru að ryðj- ast inn í borgina, var reiði hans óstjórnleg. „Jodl!“ öskraði hann i yfirmann herráðs síns. „Brennt Paris?“ (Er París að brenna?“) Það varð þögn í herberginu. „Jodl,“ endurtók Hitler, „ég vil fá að vita, hvort París er að brenna? Er París að brenna núna á þessari stundu, Jodl?“ Er honum var sagt, að svo væri ekki, gaf hann samstundis hræði- lega fyrirskipun: Gera skyldi öfl- uga V-eldflaugaárás á hina frönsku höfuðborg. Hann var óður af reiði, þegar af þvi að fyrri skipun hans um að skilja við París „í rústum“, hafði ekki verið hlýtt, svo að Jodl dirfðist ekki að óhlýðnast þessari fyrirskipun. Þótt óljúft væri, sendi hann Model marskálki, sem var einn af hollustu lærisveinum Hitl- ers fyrirskipun hans. Til allrar hamingju fyrir Paris, var Model « í eftirlitsferð, og næsti undirmað- ur hans, Speidel hershöfðingi, sem veitti fyrirskipuninni móttöku, á- kvað að hafa hana að engu. En Hitler hafði einnig skipað Flughernum að ráðst á París, „af öllu því afli, sem hann ætti yfir að ráða,“ og þessari skipun var hlýtt. í þeirri loftárás, sem var sú öflug- asta, sem París hafði orðið fyrir í öllum ófriðnum, létu 213 manns lífið, 914 særðust og 600 byggingar voru lagðar í rústir eða skaddaðar. Claudde Guy liðsforingi horfði á hinar miskunnarlausu aðfarir frá Landvarnarráðuneytinu. Og jafn- vel þegar blossinn frá sprengjunum byrgði sjóndeildarliringinn heyrði hann hlátrasköll úr næstu íbúð — þar var hópur Parísarbúa að halda hávært fagnaðargildi, án þess að skeyta hið minnsta um loftárásina. í myrkrinu varð Guy var við, að einhver kom að hlið hans. Það var de Gaulle. Dapur og þögull starði liann á djöflaganginn; og liann heyrði einnig hlátrasköllin. „Æ, sagði hann og stundi þungan, „þeir halda, að af því að París er orðin frjáls, þá sé styrjöldinni lok- ið. Gott og vel, styrjöldin heldur áfram. Erfiðustu dagarnir eru fram- undan. Starf vort er aðeins að hefjast.“ Q Afstaða margra eiginmanna til eiginkvenna er svipuð og afstaða þeirra til trúarbragðnna.. .. Þær eru vanræktar. ... en þeim finnst samt ósköp gott að vita af þeim á vísum stað. Freya Stark
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.