Úrval - 01.06.1965, Side 130
128
ÚRVAL
kommúnista eða annarra áhrifa-
lausa.
„Ég hamraði járnið á ineðan
það var heitt,“ eins og de Gaulle
komst síðar svo spaklega að orði.
„IlfíENNUR PARÍS?"
Hitler var samt ekki alveg bú-
inn að sleppa hendinni af París.
Er honum barst fyrsta fregnin af
þvi, að Bandamenn væru að ryðj-
ast inn í borgina, var reiði hans
óstjórnleg. „Jodl!“ öskraði hann
i yfirmann herráðs síns. „Brennt
Paris?“ (Er París að brenna?“)
Það varð þögn í herberginu.
„Jodl,“ endurtók Hitler, „ég vil
fá að vita, hvort París er að
brenna? Er París að brenna núna á
þessari stundu, Jodl?“
Er honum var sagt, að svo væri
ekki, gaf hann samstundis hræði-
lega fyrirskipun: Gera skyldi öfl-
uga V-eldflaugaárás á hina frönsku
höfuðborg. Hann var óður af reiði,
þegar af þvi að fyrri skipun hans
um að skilja við París „í rústum“,
hafði ekki verið hlýtt, svo að Jodl
dirfðist ekki að óhlýðnast þessari
fyrirskipun. Þótt óljúft væri, sendi
hann Model marskálki, sem var
einn af hollustu lærisveinum Hitl-
ers fyrirskipun hans. Til allrar
hamingju fyrir Paris, var Model
«
í eftirlitsferð, og næsti undirmað-
ur hans, Speidel hershöfðingi, sem
veitti fyrirskipuninni móttöku, á-
kvað að hafa hana að engu.
En Hitler hafði einnig skipað
Flughernum að ráðst á París, „af
öllu því afli, sem hann ætti yfir að
ráða,“ og þessari skipun var hlýtt.
í þeirri loftárás, sem var sú öflug-
asta, sem París hafði orðið fyrir
í öllum ófriðnum, létu 213 manns
lífið, 914 særðust og 600 byggingar
voru lagðar í rústir eða skaddaðar.
Claudde Guy liðsforingi horfði
á hinar miskunnarlausu aðfarir frá
Landvarnarráðuneytinu. Og jafn-
vel þegar blossinn frá sprengjunum
byrgði sjóndeildarliringinn heyrði
hann hlátrasköll úr næstu íbúð —
þar var hópur Parísarbúa að halda
hávært fagnaðargildi, án þess að
skeyta hið minnsta um loftárásina.
í myrkrinu varð Guy var við, að
einhver kom að hlið hans. Það
var de Gaulle. Dapur og þögull
starði liann á djöflaganginn; og
liann heyrði einnig hlátrasköllin.
„Æ, sagði hann og stundi þungan,
„þeir halda, að af því að París er
orðin frjáls, þá sé styrjöldinni lok-
ið. Gott og vel, styrjöldin heldur
áfram. Erfiðustu dagarnir eru fram-
undan. Starf vort er aðeins að
hefjast.“
Q
Afstaða margra eiginmanna til eiginkvenna er svipuð og afstaða
þeirra til trúarbragðnna.. .. Þær eru vanræktar. ... en þeim finnst
samt ósköp gott að vita af þeim á vísum stað.
Freya Stark