Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 39
PÁLL POSTULI
37
um boðskap Krists, gerðist hann á-
kafur andstæðingur Nazareanna,
fylgismanna hans, því að hann áleit
þá hafa brotið hin ströngu lög
Mósesar freklega. Hann gerðist
nokkurs konar stormsveitarforingi
og ofsótti þá og hundelti, jafnvel
„til fjarlægra borga“. Og hann var
einmitt á leið til Damaskus til þess
að handtaka hina kristnu, Nazare-
ana, þegar röddin talaði til hans.
SNORTINN AF HENDI ÖRLAG-
ANNA.
Aldrei hefur verið í letur fært
stórfenglegri og áhrifaríkari hugar-
fs^rsbreyting en aíturhvairf Páls.
Það skal viðurkennt, að ungi mað-
urinn hafði ofsótt hið unga kirkju-
félag miskunnarlaust. „Ég ofsótti
miskunnarlaust. . . allt til dauða,“
sagði hann síðar, „lét binda bæði
menn og konur og varpa þeim í
fangelsi." Morðingjar Stefáns písl-
arvotts höfðu einmitt látið hann
geyma yfirhafnir þeirra, svo að
hendur þeirra væru frjálsari til
þess að henda steinum í höfuð hins
fyrsta píslarvotts, en ungi Faríseinn
horfði á og „var samþykkur dauða
hans.“ „Ég samþykkti hann af fá-
vizku minni í trúleysi minu,“ sagði
Páll síðar. Það er þó öruggt, að
hann sá eftir þessu verki og þess-
ari afstöðu sinni það sem eftir var
ævinnar, þó að hann bæti við þess-
um orðum. „En ég varð aðnjótandi
náðar og miskunnar. . . . Náð Drott-
ins vors var óumræðilega ríkuleg."
Vafalaust hefur í trú hans, hinum
sterka vilja hans og umburðarlyndi
með göllum og brestum samferða-
mannanna endurspeglazt fyrirgefn-
ing Guðs honum til handa.
Óþekktur höfundur hefur lýst
honum sem „lágvöxnum manni,
sköllóttum og hjólbeinóttum með
samvaxnar augabrúnir og stórt nef,“
en einnig sem manni, er hafði til
að bera „virðuleika og persónu-