Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
spretta, hafa verið upprættar, að
miskunnsemi og mannvit fær tæki-
færi til þess að stjórna gerðum
mannanna. Ef til vill rennur sú
stund aldrei upp, að dæmi um ein-
staklingsbundna grimmd fyrirfinnist
ekki lengur hér á jörðu, en eitt er
þó víst þrátt fyrir allt: mikill meiri-
hluti siðmenntaðra nútímamanna
viðurkennir ekki lengur réttmæti
grimmdarinnar né tekur henni sem
sjálfsögðum hlut.
„TRJÁLÆKNAR" BJARGA LÍFI GAMALS TRÉS
Rússneskir „trjálæknar" hafa framkvæmt geysilegan uppskurð á
risaeik einni, sem er álitin vera næstum 2.000 ára gömul, en líf hennar
var í hættu.
Eik þessi er ein af rúmlega hundrað risaeikum, sem vaxa í þorpinu
Stelmuz í norðausturhluta Lithauen, en svæði það, sem þær vaxa á,
hefur verið friðað sem þjóðarminnismerki. Rússarnir segja, að bolur
eikarinnar sé svo risavaxinn, að það þurfi 8 menn til þess að ná utan
um hana, þegar þeir teygja út handleggina og snertast þeir þá rétt
aðeins með fingurgómunum.
Uppskurðurinn var fólginn i því að ná rotnuðum viði innan úr trjá-
bolnum og skera burt 4 önnur tré, sem höfðu vaxið út úr eikinni.
Þar var um að ræða tvo fjailaaska, kirsuberjatré og birkitré.
VEÐURATHUGANIR
Vísindamenn í borginni Christchurch á Nýja-Sjálandi eru nú að búa
sig undir að setja á loft 90 veðurathuganabelgi til þess að mæla og
fylgjast með loftstraumum á suðurhveli jarðar.
Veðurathuganabelgir þessir hafa verið sérstaklega gerðir í þessum
tilgangi og útbúnir með útvarpssendistöðvum, svo að vísindamennirnir
geti fylgzt með belgjunum, er þeir berast með ríkjandi vindum.
Tilraun þessi miðar að því að safna upplýsingum fyrir alheimsveður-
athuganir þær, sem byrja árið 1968 og fjölmargar þjóðir taka þátt í.
Ný-sjálenzkur veðurathuganabelgur, sem notaður var við undirbún-
ingsathugun á loftstraumum suðurhvelsins, lauk fyrstu hnattferð sinni
í apríl.
Hann var settur á loft í Christchurch og lauk hnattferð sinni á 10
dögum. En hann náðist 1.000 mílum fyrir norðan Christchurch, en slíkt
bendir til þess, að vindum á suðurhveli hætti til Þess að blása í átt til
miðbaugs.
Mér leiðist aldrei neins staðar. Það er móðgun við mann sjálfan að
láta sér leiðast. Jules Renard