Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 45
Gul hitasótt
Eftir Dr. B. B. Waddy.
„Fyrst stíflast allt, sein-
ast blæðir úr öllu“.
Þetta er lýsing á gulri
hitasótt. Augun verða
blóðhlaupin, óþolandi
verkur í höfði, baki og kviðarholi,
en kvalirnar dofna og fylgir þeim
tilfinningarleysi og doði, það blæðir
úr augum, munni og nefi, um enda-
þarminn og jafnvel um smástung-
ur eftir sprautu læknisins. Einnig
blæðir inn í magann, og sjúklingur-
inn selur upp svörtum blóðlifrum,
því sem kallast „vomito negro“ í
Suður-Ameríku og á eyjunum í
Karabíahafi. Ásamt með svarta
dauða, kóleru og hundaæði, telst
gul hitasótt vera hin skelfilegasta
af drepsóttum.
Gul hitasótt hefur þekkzt og ver-
ið álitin mannskæð Evrópumönnum
(en síður Afríkubúum) frá því er
Evrópumenn fóru að hafa afskipti
af Vestur-Afríku. Svo mannskæð
var hún að það gat borið við að
brezkt setulið í þessum löndum strá-
félli svo að ekki voru eftir nema
30% eftir árið. Frá Vestur-Afríku
barst svo sóttin vestur um haf með
þrælaflutningaskipum. Hún varð
skæð meðal hermanna á eyjunum
í Karabíahafi. Þegar hafizt var aft-
ur handa um að grafa Panama-
skurðinn 1904, var byrjað á því að
útrýma .moskítóflugunni, ella hefði
farið eins og í hið fyrra skipti undir
stjórn Lesseps, að verkamennirnir
hefðu flestir orðið veikinni að bráð.
Hún geisaði með mesta fári um
Suður-Ameríku mestalla, og í
Bandaríkjunum alla leið norður á
móts við New York. Sumstaðar voru
hafnir lokaðar, svo sem í New Or-
leans, í Colon var enginn uppistand-
andi til að sinna verkum, en skips-
hafnir allar í greipum „gula böðuls-
ins“. Sóttin geisaði í Missisippi-
dalnum árið 1878 og létust 13.000
en tjónið var metið á 100.000.000
dollara. í Portúgal, á Spáni og við
Gíbraltar kom sóttin upp og létust
þúsundir og aftur þúsundir. Árið
1865 lagði skip, sem nefndist Hekla,
að landi í Swansea (England), og
tuttugu menn af áhöfninni lögðust
veikir, og vakti þessi frétt ofboðs-
lega hræðslu meðal fólksins. En nú
vitum við að veikin breiðist ekki út
í svo norðlægu landi sem England
er.
Family Doetor
43