Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 67
FRANK LLOYD WRIGHT
65
komið í einkaskóla og hann fór að
safna skrýtnum steinum og teikna
myndir með litblýöntum. Um svip-
að leyti vakti móðir drengsins hjá
honum þann áhuga á byggingum,
sem entist honum alla ævi og bar
svo ríkulegan ávöxt. Hún keypti
handa honum kubbastokk til að
leika sér að og Frank litli hafði ekki
af öðru meiri skemmtun en að raða
kubbunum og byggja úr þeim. Eitt
sinn, þegar hann var kominn á efri
ár, sagði hann:
„Mér finnst ég hafa verið að
handleika þessa kubba allt mitt
líf.“
En brátt tók að syrta í álinn fyrir
Wrightf j ölskyldunni. William var
því marki brenndur, að una aldrei
sama starfinu til lengdar. Hann
hætti prestsstarfinu og fór að
kenna söng. Hann fluttist með fjöl-
skyldu sína borg úr borg og setti
loks á stofn söngskóla í Madison,
höfuðborg Wisconsinríkis, en það
fyrirtæki komst fljótt í þrot. Sam-
búð hjónanna varð stöðugt erfiðari
og að lokum bað Anna eiginmann-
inn að fara af heimilinu, hún skyldi
sjá fyrir - börnunum. William lét
ekki vísa sér á dyr nema einu
sinni: Hann tók fiðluna sína og
hvarf á brott og hvorki Anna né
börnin sáu hann upp frá því. Með-
an á þessu gekk var Frank ásamt
systrum sínum tveim í barnaskóla
Anna varð að vinna fyrir heimilinu
með kennslustörfum.
Árin liðu og að því kom að Frank
hóf nám við háskólann í Madison,
þar sem hann meðal annars lagði
stund á byggingarlist. Hann var ó-
þolinmóður í háskólanum og lang-
aði að komast til Chicago. Hann
skrifaði móður sinni: „Það eru stór-
ar byggingar í Chicago og þar er
þörf fyrir mikla arkitekta. Ég ætla
að verða mikill arkitekt og Chi-
cago þarfnast mín. Ég verð að fara
þangað, mamma. Það er ekkert
fyrir mig að gera hér.“
Og árið 1877 hélt Frank Lloyd
Wright síðan til Chicago tæplega
tvítugur að aldri. Hann varð að fá
lánað fyrir farinu með lestinni og
hafði ekki annan farangur en
nokkrar bækur, sem honum voru
dýrmætar. Þegar hann kom til
borgarinnar, var hann gersamlega
peningalaus og varð því að fá sér
vinnu tafarlaust. Hann var heppinn,
því að honum tókst að ráða sig sem
teiknara hjá arkitekti nokkrum
fyrir átta dollara kaup á viku. Tutt-
ugu árum áður en Frank kom til
Chicago hafði eldsvoðinn mikli lagt
borgina í rústir og verkefni fyrir
arkitekta voru óþrjótandi. Lánið var
hliðhollt bæði Frank Lloyd Wright
og Chicagoborg, því að upp úr
brunarústum úthverfanna risu nýj-
ar byggingar, sem báru snilld hans
fagurt vitni. Það voru margir
milljónamæringar í Chicago og þeir
spöruðu ekkert til að íbúðarhúsin
og verzlanahallirnar, sem þeir létu
reisa, væru með sem mestum glæsi-
brag. Það var nógu mikið af góðum
arkitektum í borginni, en það var
aðeins einn, sem bar af öllum hin-
um að áliti Franks. Það var hinn
kunni Louis Sullivan, sem þá var
að skipuleggja mikla húsasamstæðu
í borginni.
Sullivan þurfti á teiknara að
halda vegna þessa mikla verks og