Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
„Mamma! Mamma“! hrópaði ég
og hljóp óttasleginn til hennar. En
hún hreyfði hvorki legg né lið. Ég
öskraði á Sidney og hann reyndi
líka að vekja hana, en það var ár-
angurslaust. Þá gerðum við okkur
grein fyrir því, að hún var dáin.
Hvað áttum við til bragðs að
taka? Mamma var of þung fyrir
okkur. Við gátum ekki hreyft hana.
Hið eina, sem við gátum gert, var
að breiða teppi yfir hana. Það var
varla til nokkur matarbiti í hús-
inu, aðeins ein átekin dós af nið-
ursoðnum baunum og nokkrar dós-
ir af niðursoðinni mjólk handa Mar-
ion litlu. Það var augsýnilegt, að
við yrðum að leita hjálpar. En næstu
nágrannarnir voru víðs fjarri. Það
voru námumenn. Og til þeirra var
25 mílna leið á landi og jafnvel
lengri ef farið var eftir ánni.
„Ef við gætum dregið bátinn nið-
ur að ánni, gætum við látið okk-
ur reka, þangað til við finnum ein-
hvern, sem mundi sækja pabba fyr-
ir okkur“, sagði Sidney.
Ég varð óttasleginn, þegar ég
heyrði hann segja þetta. Ain var
vatnsmikil og straumþung á vorin
og báturinn virtist vera allt of stór
fyrir svona litla drengi. Við gætum
örugglega ekki stjórnað honum á
ánni. En einhvern veginn tókst okk-
ur samt að koma honum á flot. Síð-
an bárum við teppi út í hann, hrein-
ar bleyjur handa Marion iitlu og
niðursoðnu mjólkina, sem eftir var.
Ég settist fram í stefni og hélt á
henni í fanginu, en Sidney leysti