Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 31
LOFTBELGIR Á HERNAÐARTÍMUM
29
tilraun til útrásar, þá var ekki um
að ræða neina samtímis árás aðal-
hersins, og útrásin misheppnaðist
algerlega. í janúar 1871 varð París
að gefast upp. Stuttu senna varð
reyndar borgarastyrjöld milli byft-
ingarmanna í París og stjórnarsinna
og sátu Prússar hjá á meðan.
Meðan á umsátinni stóð voru 65
loftbelgir sendir frá París. Þeir
fluttu með sér 164 menn, 381 dúfu,
nær 11 smálestir af pósti og skjöl-
um,. þar á meðal tvær og hálfa
milljón sendibréfa. Sex belgir lentu
í Belgíu, fjórir í Hollandi, tveir í
Þýzkalandi, einn í Noregi, og tveir
hurfu í sjóinn, en aðeins fimm lentu
í höndum óvinahersins.
GEIMSKIPAÁHAFNIR
Rússneskir vísindamenn halda því fram, að Það sé miklu heppilegra
að hafa 3 geimfara í hverju geimfari heldur en 2, því að Þá líði þeim
miklu betur.
Tilraunir, sem þeir hafa nýlega gert í hinni leynilegu „geimfara-
borg“ í sveitahéraði einu ekki langt frá Moskvu, hafa sannfært þá
um, að það sé nauðsynlegt sálfræðilega séð, að hvert geimskip hafi
3 geimtara innanborðs en' ekki aðeins 2, svo framarlega sem ferðin
eigi að standa yfir í meira en hálfan mánuð.
Rússnesku vísindamennirnir hafa látið geimfara dveljast i allt að
mánuð í káetu Vostokgeimfars á jörðu niðri, en við mjög svipaðar að-
stæður og fyrir hendi eru úti i geimnum.
Geimfararnir hafa orðið að búa og starfa saman í káetunni á nákvæm-
lega sama hátt og fyrir hendi yrði í raunverulegu geimflugi. Eina
sambandið, sem þeir höfðu við umheiminn, var með hjálp útvarps-
sendi- og móttökustöðvar.
Visindamennirnir halda því fram, að „geimferðin" hafi heppnazt bezt,
þegar þriðji maðurinn slóst i hóp með geimförunum tveim, þeim Obraz-
tsov og Asanin, sem báðir eru ofurstar að tign. Khorobrykh major,
herfréttaritari var þar að starfi.
Þrenning þessi kom svo glöð og hress út úr káetunni eftir mánað-
ardvöl í henni. Þeir kvörtuðu aðeins yfir skorti á nægilegri hreyfingu.
E’n þegar geimfararnir voru aðeins tveir í öðrum „tilraunageim-
ferðum", reyndist niðurstaðan vera sú, að þeir urðu hundleiðir hvor
á öðrum og gerðu hvor öðrum gramt í geði.
Rússnesku vísindamennirnir gera ráð fyrir því, að ferð til tunglsins
og heim til jarðar aftur muni taka um 30 daga með nægilegri við-
dvöl á tunglinu til þess að rannsaka yfirborð þess.
Sparsemi er dásamlegur eiginleiki, og hver er það, sem hefur ekki
óskað þess innilega, að forfeður hans hefðu ástundað þann eiginleika
í ríkara mæii?