Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 85
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
83
að fæða sjö sleðahunda allan vet-
urinn.
Alltaf virtist vera nóg að gera
allan liðlangan daginn. Við urðum
að reisa trönur til þess að þurrka
fiskinn á og reisa geymsluhús, sem
stóð á stólpum í 10 feta hæð, en þar
skyldi geyma kjötið og skinnin af
veiðidýrunum. En það tók lengst-
an tíma og mesta fyrirhöfn að
byggja bjálkakofann okkar. Þegar
hann var orðinn nógu hár, reistum
við mæninn. Við höfðum auðvitað
engar bárujárnsplötur í þakið, svo
að við flettum berkinum af greni-
trjánum og lögðum börkinn yfir
bjálkana í mæninum. Ofan á börk-
inn lögðum við mosa og þar ofan á
tveggja feta moldarlag. Og það lak
ekki einn dropi inn um þetta þak
okkar, jafnvel ekki í mestu úrhell-
isskúrum eða þíðviðri, þegar snjór-
inn bráðnaði mjög ört.
Svo fluttum við inn í kofann í
miðjum septembermánuði. Síðan
eyddum við miklum tíma í að smíða
sleðana okkar og búa til snjóþrúg-
ur. Pabbi sýndi okkur Sidney,
hvernig fara skyldi að öllu, hvert
svo sem starfið var. Allt skyldum
við læra. Svo þegar hann var bú-
inn að segja okkur vel til, urðum
við að gjöra svo vel að ljúka verk-
inu sjálfir. Við bræðurnir gerðum
mörg axarsköft og rifumst oft um
það, hvernig vinna skyldi verkið, en
við lukum hverju skylduverki okk-
ar. Og þegar hverju verki var lok-
ið, sagði pabbi jafnan: „Já, svona
á það að vera. Þið skuluð ekki gef-
ast upp fyrir neinu“. Þetta var allt
saman dásamlegt með þó einni und-
antekningu. Pabbi lét okkar baða
okkur aðra hverja viku. Og það
var næstum eins slæmt og skól-
inn.
Kjöt í pottinn.
Þegar ána tók að leggja meðfram
bökkunum, sigldum við bátnum nið-
ur með ánni, þangað til við komum
að djúpum hyl í henni. Og þar sett-
um við marga trjáboli undir bát-
inn ,svo að hann frysi ekki við botn-
inn. „Jæja, nú erum við sannarlega
orðnir innlyksa á þessum stað“,
sagði Charlie gamli í gamni, þegar
við höfðum lokið verki þessu, sem
tekið hafði okkur allan daginn. Ég
sofnaði alveg dauðþreyttur þetta
kvöld, og þannig var það reyndar
á hverju kvöldi. En samt hafði ég
aldrei verið eins sæll.
Þegar pabbi kallaði á okkur Sid-
ney í morgunmatinn næsta dag,
stóðu tveir splunkunýir rifflar uppi
við kofavegginn. Það voru fyrstu
rifflarnir okkar, okkar eigin riffl-
ar! Við stóðum þarna sem negldir
niður og störðum á rifflana, en svo
rákum við upp ógurlegt gleðiösk-
ur, sem hefði nægt til að hræða
heyrnarlausan elg. Þeir pabbi og
Charlie brostu að okkur. Síðan báð-
um við um kúlur í rifflana, svo að
við gætum reynt þá tafarlaust.
„Morgunmatinn fyrst“, sagði
pabbi og stóð þarna yfir okkur,
meðan við gleyptum í okkur graut-
inn. Svo gaf hann okkur 5 kúlur
hvorum og við æddum út, miklir
veiðimenn, sem ekkert hræddust.
Auðvitað höfðum við enga þolin-
mæði til þess að svipast um eftir
raunverulegri veiði, þó að alls stað-
ar gæti að líta kanínuslóðir. Þess í