Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 119

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 119
HVAÐ Á SÉR STAÐ ÞEGAR ÞÚ SEFUR? 117 kerfi, sem ræður fyrir svefni manns. Delta-svefn er einkennilegt stig af óminni. Sumar af heilafrumunum virðast seinni að gegna kalli en endranær, en samt er öðru nær en heilinn sé í dái, það eru sönnur fvr- ir því að breyting hafi gerzt á þeim stöðvum heilans, þar sem skynjan- ir gerast meðvitaðar, eða réttara sagt, meðvitundin tekur á móti skynjunum. f þessu ástandi gerist helzt það sem síður skyldi og af- laga fer, t.d. væta börn þá undir sér. Þá koma hinar erfiðu svefn- farir, börn hrökkva upp með and- fælum, og halda áfram að hljóða eftir að móðirin hefur tekið þau í fang sér til að hugga þau, en eng- an sérstakan draum muna þau þá, og vita ekki af öðru en óttanum. Og þó enginn skilji hvernig á því stendur, er það einmitt í þessu á- standi svefnsins, sem svefngengil- inn fer á kreik. Því hefur verið haldið fram að svefngöngur séu í sambandi við drauma, og menn sem ganga í svefni, hafa sézt aka bíl sínum, klifra í tré, og jafnvel eru dæmi til að þeir hafi framið morð, — og kennt svo meintum draumi sínum um. Ein- staka sinnum hafa mennirnir, sem hafa gefið kost á sér til þessara rannsókna, getað munað eitthvað sem líktist slitri úr hugsun. Vel má vera að í þessum þætti komi fram miklu fleiri draumar, en haldið hef- ur verið eða sannazt hefur til þessa, því þeir gleymist. Erum við að horfa á kvikmyndir í heilanum í draumi? Draumarnir, sem við munum eru líklega hinir síðustu í röðinni í þeim REM-þætti, sem við vöknum af á morgnana. Þegar maður hverfur til þessa þátt- ar eftir hinn djúpa svefn, verða vöðvarnir enn linari en áður. Lok- uð augun taka snögglega að hreyf- ast, eins og maðurinn hafi hrokkið við, og andlitið skælist. Andardrátt- ur og púls verða óregluleg. Blóð- þrýstingurinn gerir ýmist að lækka eða hækka. Þörfin fyrir súrefni eykst, blóðrásin um heilann örvast og blóðhitinn í heilanum hækkar. Adrenalhormón aukast í blóðinu. Það er eins og hvesst hafi snögg- lega, og ástandið er ekki ólíkt því sem gerist þegar maður verður hræddur, en samt hefur ekki tekizt að finna ótvíræðan tengilið milli þessara breytinga og draumsins. Menn hafa sagt að sig hafi verið að dreyma hina þægilegustu eða mein- lausustu drauma, þó að slíkur stormur hafi virzt geisa. Tilraunir sanna það að draumar eru jafn lengi að gerast og þeir virð- ast vara, eða mundu vara ef þeir gerðust raunverulega, en samt ger- ast sumir á örstuttu augabragði. Hver sem skoðað hefur hálfopin augu dreymandi kattar eða rakka, eða hreyfingar augnanna undir lok- uðum brám hjá ungbarni, mundi ekki trúa öðru en að þetta þýddi það að dreymandinn sæi eitthvað fyrir innri augum, sem gerðist í tímaröð og líktist kvikmynd. En ekki þarf svo að vera. Augnahreyfingarnar koma líka fram hjá fólki, sem fæðzt hefur blint, og dreymir aldrei að það sjái neitt, heldur eru draumar þess nær eingöngu bundnir breifi- skyni og heyrn. Læknar hafa lengi gizkað á að erfiðir draumar geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.