Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 90

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL vita og byrjuðu að rífa og slíta hann í sig. Ég hafði litið sem snöggvast aftur, en lagði svo af stað og herti ferðina. Og ég leit aldrei aftur upp frá því. Bráðlega var ég kominn niður fjallshlíðina, og nú hélt ég sömu leið til baka meðfram læknum. Og þegar ég fann gömlu slóðina mína, gerði ég það, sem ég hefði átt að gera strax í byrjun, þegar ég gafst upp á að bíða eftir merðinum. Ég rakti hana sömu leið til baka. Og það var næstum komið myrkur, þegar ég komst aftur til hundanna, sem voru bundnir við sleðann. Ég kastaði mér dauðþreyttur og þakk- látur á hundasleðann og skipaði hundunum að fara með mig heim til kofans. „Upp í bátinn með ykkur“! Nú tók daginn að lengja. Vorið var að koma. Meðan við biðum eft- ir því, að ísinn leysti af ánni, ákváð- um við að byggja lítinn árabát. Pabbi sagði, að hann gæti komið sér mjög vel, þegar við færum að hlaða vélbátinn okkar, því að brátt kæmi að því, að við héldum niður ána með feng vetrarins. En það fór nú svo, að við höfðum þörf fyrir þenn- an nýja bát miklu fyrr en við höfð- um búizt við. Það var komið langt fram í maí, og samt var enn mikill snjór í jörðu og ís á ánni. Það voru allar Hkur á því, að þegar ísa leysti, mynduðust isstíflur í ánni, og þá mundi hún fljótlega flæða yfir bakka sína. Og það varð ekki löng bið á því. Einn daginn heyrðum við skyndilega mikinn hávaða uppi með ánni. Þeir pabbi og Charlie gamli hlupu fram á bakkann, og við Sidney elt- um þá. Um hálfri mílu ofar í ánni hafði hlaðizt upp 50 feta hár ísvegg- ur þvert yfir ána, og hann stefndi beint á okkur. „Tæmið kofann“! hrópaði pabbi. „Setjið eins mikið upp á þakið og þangað kemst. Og setjið hitt upp á geymslupallinn“. Yið tókum til fótanna. Við Sidney bárum teppi og baunadósir út úr kofanum, en pabbi og Charlie gamli bundu árabátinn fastan við kofann og byrjuðu að hlaða hann. Meðan við vorum önnum kafnir við þetta, geystist ísveggurinn fram hjá okk- ur. Hann gnæfði upp yfir höfuð okkar, og geysilegar vatnsgusur skvettust langt upp á árbakkann. Hundarnir ýlfruðu og toguðu í böndin, sem þeir voru bundnir með, og Charlie gamli leysti þá, tvo og tvo í einu, lyfti þeim upp í bátinn ogtbatt þá þar fasta. Síðan stöðv- aðist ísveggurinn skömmu fyrir neðan kofann, og nú flæddi trylltur vatnsflaumurinn ofsahratt yfir ár- bakkana. „Upp í bátinn með ykkur“! hróp- aði pabbi. Við Sidney stukkum upp í bátinn og héldum okkur þar dauðahaldi. Vatnið flæddi hratt undir bátinn, og brátt var hann kominn á flot. Það flæddi nú hratt í áttina til skóg- anna. Vatnsstraumurinn æddi und- ir geymslupallinn og felldi fiski trönurnar. Og enn hækkaði yfirborð vatnsins. Pabbi hélt fast í festina, sem báturinn var bundinn með. Og þegar báturinn var kominn í svip- aða hæð og efri brún kofahurðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.