Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 81
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
79
ur. Við mátum aldrei taka neitt í
búðinni, nema hann gæfi okkur það.
En núna...
Við fundum fjögur stór stykki af
svínakjöti, sem héngu þar inni, og
við vorum svo hungraðir, að við
skárum eitt þeirra niður og byrjuð-
um að éta það hrátt þarna á staðn-
um. Það var gott á bragðið, en það
leið ekki á löngu, þangað til við
fengum ofsaleg uppköst. Og eftir
það átum við aldrei hráan svína-
kjötsbita. Næsta dag fór Sidney aft-
ur inn í búðina, fann brjóstsykurs-
poka og baunadós, sem okkur tókst
að opna með stórri kjötsveðju. Og
í langan tíma lifðum við á þessu.
Við rugluðumst bráðlega í tíma-
talinu. Nætur og dagar runnu út í
eina allsherjar ringulreið í huga
okkar. Við urðum sífellt máttfarn-
ari og sváfum oftast. Og svo urðum
við uppiskroppa með niðursoðna
mjólk handa Marion litlu og urð-
um að fylla pelann hennar af vatni
úr ánni.
Þegar ég lá þarna í móki einn
daginn, dreymdi mig hvítan bát og
hóp manna, sem streymdu á land úr
bátnum. Allt í einu heyrði ég hræði-
legt ýlfrandi hljóð, og ég settist upp
flötum beinum. Ég fann, hvernig
kaldur sviti spratt fram á hörundi
mínu. Ég hafði heyrt í raunveru-
legri skipsflautu!
Sidney var þegar kominn út úr
skúrræksninu, sem við höfðumst við
í. Hann lá rétt fyrir utan skúrinn
á fjórum fótum og starði niður að
ánni. Flautan blés afur. Hljóðið var
svo skerandi, að mig verkjaði í
eyrun. Og nú sáum við birgðaskip-
ið Teddy H. nálgást lendingarstað
okkar í stórum boga.
Ég varð gripinn skelfingu. Ég var
dauðhræddur við fullorðið fólk,
jafnvel þegar mamma og pabbi voru
líka viðstödd. En nú vorum við
krakkarnir þarna ein, og við höfð-
um brotið svo mikið af okkur, tek-
ið allt mögulegt úr búðinni og ó-
hreinkað teppin okkar alveg hræði-
lega. Ég var viss um, að mennirnir
værú nú komnir til þess að refsa
okkur. „Komdu, við skulum fela
okkur“, sagði ég við Sidney.
Sidney leit á mig og síðan aftur
í áttina til skipsins. „Nú, hvert eig-
um við að fara“? spurði hann. Hann
var á báðum áttum. Hann virti
skipið vandlega fyrir sér, þegar það
nálgaðist bakkann meira og meira.
Svo stökk einn maður niður úr
stefninu til þess að hnýta landfest-
ar.
Við fundum okkur felustað undir
lausum gólffjölum í búðinni. Við
gátum heyrt til mannanna yfir höfð-
um okkar og fylgzt með því, hvert
þeir fóru og hvar þeir voru hverju
sinni. Einn af þeim kallaði skyndi-
lega ofan frá íbúðarhúsinu: „Al-
máttugur, konan er dáin“! Svo töl-
uðu þeir um, að við krakkarnir
hlytum að vera einhvers staðar
þarna í grendinni, og svo fóru þeir
að leita að okkur dyrum og dyngj-
um. Og brátt voru þeir farnir að
leita í búðinni. Marion, sem hafði
ekki rekið upp bofs dögum saman,
fór nú skyndilega að gráta þarna
niðri í myrkririu undir gólffjölun-
um.
„Uss“, sagði ég við hana bænar-
rómi, og svo reyndi ég að þagga