Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 91
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
89
innar, skar hann á festina og ýtti hon-
um út í strauminn. Þeir Charlie
reru nú af öllum lífs og sálar kröft-
um í áttina til skóganna. ísjakar
rákust á bátinn, hundarnir ýlfruðu
og við Sidney húktum á hnjánum
á botni bátsins.
Trén voru nýiega byrjuð að laufg-
ast, og íshrönglið festist í greinum
trjánna og varð innlyksa í hringið-
um, sem mynduðust á milli þeirra.
Pabbi stýrði eftir skógarstígunum.
Það var fáránlegt að sigla þarna
innan um trjákrónurnar. Vatns-
flaumurinn ýtti okkur áfram allt
upp í hæðirnar, sem voru nú orðn-
ar að litlum eyjum, sem stóðu upp
úr risavöxnu vatnshafi.
Við létum fyrst berast þarna í
hæðunum í 8 daga og lifðum á þeim
litlu birgðum, sem okkur hafði tek-
izt að bjarga. Við urðum að sofa á
berri jörðinni. Síðan rofnaði ísstífl-
an, og flóðið tók að sjatna. Við
héldum heim á leið. Þeir fáu hlut-
ir, sem eftir voru í kofanum, voru
nú þaktir andstygggilegri leðju. Við
gengum leiðir í skapi í áttina til
geymslupallsins, þar sem kjötið og
loðskinnin voru geymd. Og pallur-
inn var gersamlega horfinn, pallur-
inn ásamt öllum loðskinnunum okk-
ar og kjötinu. Vetrarstarfið hafði
allt verið unnið fyrir gýg.
„Strákar, fyrirtækið er komið á
laggirnar á nýjan leik“!
Þeir pabbi og Charlie gamli ræddu
málið um nóttina og urðu að taka
erfiða ákvörðun. Við urðum að
reyna að finna vélbátinn og útvega
okkur á einhvern hátt veiðiútbún-
að og vistir til næsta vetrar. Við
kæmumst ekki allir fyrir í árabátn-
um á þeirri 350 mílna ferð, sem við
áttum fyrir höndum niður Yukon-
fljótið, og því bauðst Charlie gamli
til þess að verða eftir með hundun-
um. Hann sagðist geta veitt og fisk-
að ofan í sig og hundana, þangað
til við kæmum aftur. Þetta var göf-
ugmannlegt boð. Hann átti fyrir
höndum erfiða og þrúgandi einveru.
Hann sýndi mikið hugrekki, ég
kenndi í brjósti um hann, þegar við
ýttum frá bakkanum og skildum
hann þarna einan eftir.
Við duttum í lukkupottinn, þegar
við höfðum róið heilan dag niður
ána. Loðskinnakaupmaður einn, sem
hafði lagt bát sínum við mynni
Hogatzafljótsins, sagði pabba, að
hann hefði frétt, að nokkrir Indíán-
ar hefðu fundið mjög skemmdan
vélbát úti á ísnum við Koyukuk-
stöðina. Hann sagðist vera að fara
þangað og við gætum fengið að
vera með. Þess vegna fluttum við
hafurtaskið okkar yfir í vélbátinn
hans, bundum litla bátinn okkar aft-
an í hann og lögðum af stað.. Pabbi
og loðskinnakaupmaðurinn stýrðu
tii skiptis. Á þessum tíma árs er
bjai't næstum allan sólarhringinn,
og því komumst við til Yukon á
þrem dögum. Og næsta morgun
fundum við svo bátinn okkar.
Mér fannst hann vera alveg ger-
ónýtur. Stýrishúsið hafði farið af
honum, það var stórt gat á annarri
hlið hans, og, leðjulag þakti allt
þilfarið. Lagið var heilt fet á þykkt.
En pabbi tók strax til höndunum
og byrjaði að moka leðjunni af þil-
farinu. Og við Sidney hjálpuðum
honum. Þegar búið var að gera við