Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 91

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 91
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 89 innar, skar hann á festina og ýtti hon- um út í strauminn. Þeir Charlie reru nú af öllum lífs og sálar kröft- um í áttina til skóganna. ísjakar rákust á bátinn, hundarnir ýlfruðu og við Sidney húktum á hnjánum á botni bátsins. Trén voru nýiega byrjuð að laufg- ast, og íshrönglið festist í greinum trjánna og varð innlyksa í hringið- um, sem mynduðust á milli þeirra. Pabbi stýrði eftir skógarstígunum. Það var fáránlegt að sigla þarna innan um trjákrónurnar. Vatns- flaumurinn ýtti okkur áfram allt upp í hæðirnar, sem voru nú orðn- ar að litlum eyjum, sem stóðu upp úr risavöxnu vatnshafi. Við létum fyrst berast þarna í hæðunum í 8 daga og lifðum á þeim litlu birgðum, sem okkur hafði tek- izt að bjarga. Við urðum að sofa á berri jörðinni. Síðan rofnaði ísstífl- an, og flóðið tók að sjatna. Við héldum heim á leið. Þeir fáu hlut- ir, sem eftir voru í kofanum, voru nú þaktir andstygggilegri leðju. Við gengum leiðir í skapi í áttina til geymslupallsins, þar sem kjötið og loðskinnin voru geymd. Og pallur- inn var gersamlega horfinn, pallur- inn ásamt öllum loðskinnunum okk- ar og kjötinu. Vetrarstarfið hafði allt verið unnið fyrir gýg. „Strákar, fyrirtækið er komið á laggirnar á nýjan leik“! Þeir pabbi og Charlie gamli ræddu málið um nóttina og urðu að taka erfiða ákvörðun. Við urðum að reyna að finna vélbátinn og útvega okkur á einhvern hátt veiðiútbún- að og vistir til næsta vetrar. Við kæmumst ekki allir fyrir í árabátn- um á þeirri 350 mílna ferð, sem við áttum fyrir höndum niður Yukon- fljótið, og því bauðst Charlie gamli til þess að verða eftir með hundun- um. Hann sagðist geta veitt og fisk- að ofan í sig og hundana, þangað til við kæmum aftur. Þetta var göf- ugmannlegt boð. Hann átti fyrir höndum erfiða og þrúgandi einveru. Hann sýndi mikið hugrekki, ég kenndi í brjósti um hann, þegar við ýttum frá bakkanum og skildum hann þarna einan eftir. Við duttum í lukkupottinn, þegar við höfðum róið heilan dag niður ána. Loðskinnakaupmaður einn, sem hafði lagt bát sínum við mynni Hogatzafljótsins, sagði pabba, að hann hefði frétt, að nokkrir Indíán- ar hefðu fundið mjög skemmdan vélbát úti á ísnum við Koyukuk- stöðina. Hann sagðist vera að fara þangað og við gætum fengið að vera með. Þess vegna fluttum við hafurtaskið okkar yfir í vélbátinn hans, bundum litla bátinn okkar aft- an í hann og lögðum af stað.. Pabbi og loðskinnakaupmaðurinn stýrðu tii skiptis. Á þessum tíma árs er bjai't næstum allan sólarhringinn, og því komumst við til Yukon á þrem dögum. Og næsta morgun fundum við svo bátinn okkar. Mér fannst hann vera alveg ger- ónýtur. Stýrishúsið hafði farið af honum, það var stórt gat á annarri hlið hans, og, leðjulag þakti allt þilfarið. Lagið var heilt fet á þykkt. En pabbi tók strax til höndunum og byrjaði að moka leðjunni af þil- farinu. Og við Sidney hjálpuðum honum. Þegar búið var að gera við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.