Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 115
BÝFLUGAN
113
mjólk og lét þær í æxlunarklefa
með drottningunni. Annað tveggja
varð nú að ske, að hinar geldu þem-
ur framleiddu mjólk eða þá að lirf-
urnar dæju. Dagarnir liðu og ekk-
ert skeði. Þá var það eitt kvöld,
að frú Moskoljevie tók eftir því, að
veiðiþerna ein var að teygja sig nið-
ur í æxlunarklefa. Vísindamaðurinn
leit betur til þessa og sá þá, að það
glytti á dropa af býflugnamjólk við
munninn á nýverptri lirfu.
Frú Moskovljevic færði mjólkur-
kirtil veiðiþernunnar undir smá-
sjána og þar lá sönnunin ljós fyrir.
Hinn uppþornaði mjólkurkirtill var
fullur af mjólk.
Þannig hafði eitt undrið til við-
bótar skeð: Lifandi vera hafði end-
urheimt æsku sína.
Tungumál dansins.
Dýrafræðingurinn Karl von Frisch
í Austurríki, uppgötvaði „tungu-
mál“, sem veiðiþemur notuðu til
að skýra öðrum frá í hvaða stefnu
og í hvaða fjarlægð, fengsælustu
blómin væru. Býfluga, sem hafði
rekizt á mikinn feng, sneri aftur til
býkúpunnar og hóf þar upp mikinn
dans fyrir hinar veiðiþernurnar.
Kraftmikil danssporasyrpa, sem
myndaði átta í tölu, þýddi það, að
blómið væri nálægt. Lítilsháttar
hreyfing með stélinu merkti, að
blómið væri langt í burtu, og með
enn nákvæmari hreyfingu var gefið
til kynna hversu langt það væri í
burtu. Ef býflugan reis upp á end-
ann í vaxkökunni, þá merkti það
það, að blómið væri í sólarátt.
Býfluga, sem myndaði í dansinum,
sem svaraði 60 gráðu horn við lóð-
línu, var að tilkynna, að stefnan
væri 60 gráður frá sólarátt.
Hinar veiðiþernurnar fengu að
vita, hverskonar blóm væri um að
ræða með því að bragða á forða
veiðiþernunnar, sem flutti boðin.
Martin Lindauer uppgötvaði einn-
ig, að þetta danstungumál var einn-
ig notað af veiðiþernum, sem fóru
könnunarferðir til að tilkynna í
hvaða átt ný býkúpa væri. f nokk-
ur skipti tókst Lindauer að átta sig
svo á dansinum, að hann varð á
undan býflugunum til að finna hina
nýju býkúpu og vera þannig við-
staddur, þegar þær komu fyrst til
hinna nýju heimkynna.
Margliðað dýr.
Lokaspurningin hlaut að vera: —
Hverskonar vitsmunastarf fór fram
í býkúpunni, sem gerði hinum ein-
stöku hlutum hennar ljóst hvert
starf þeim væri ætlað hverju sinni.
Færasti sérfræðingur Englands í
býflugnarannsóknum, dr. C. R. Ribb-
ands, leysti þessa þraut. Hann veitti
athygli lífsstarfi sem framfór í bý-
kúpunni og enginn hafði hingað til
gefið gaum, en það var hringrás
fæðunnar í býkúpunni. Fæðan gekk
stöðugt frá matþernum til drottn-
ingarinnar, og frá matþernunum til
vaxþernanna 'og hreingerningar-
þernanna, móttökuþernanna og
veiðiþernanna, og síðan alla röðina
aftur á bak frá veiðiþernunum til
drottningarinnar. Þetta sannfærði
dr. Ribbans um að hverju þrepi í
þessari þróun fylgdi sérstök kirtla-
starfsemi eða frymi, sem einkenndi
þróunina ef allt var með felldu, og
gæfi frymið einstaklingunum til