Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 86
84
stað fórum við fram á árbakkann
og skutum á litla ísjaka á ánni. Og
við skutum langt frá markinu
hverju sinni.
Við hlupum aftur inn í kofann
til þess að fá meiri skotfæri. Og
þar beið pabbi eftir okkur. „Jæja,
þið eruð búnir að skemmta ykkur“,
sagði hann. „En héðan í frá notið
þið þessa hluti aldrei sem leikföng.
Þessir hlutir eru ætlaðir til þess
að hjálpa okkur að ná í kjöt í pott-
inn. Og þegar þið eruð búnir að
eyða kúlu, getið þið aldrei kallað
hana til baka, jafnvel ekki þegar
þið kynnuð að hafa mikla þörf fyr-
ir hana. Farið nú inn og hreinsið
rifflana ykkar mjög vel“.
Þetta var lexía, sem ég gleymdi
aldrei. Þegar við Sidney fórum út
á kínínuveiðar næsta dag, vonaði
ég svo innilega, að við sæjum ein-
hverjar kanínur, að ég sá þær fyrir
mér á bak við hvert tré og hvern
stein. Þegar við vorum komnir spöl-
korn upp með ánni, héldum við í
sitt hvora áttina. Sidney lagði af
stað inn í skóginn, en ég þræddi
árbakkann. Og við fjarlægari enda
lítils hyls sá ég skyndilega 6 end-
ur á vatninu.
Ég lét mig síga til jarðar og
reyndi að þagga niður í hjarta
mínu, sem hamaðist af öllum kröft-
um. Síðan læddist ég í áttina til
þeirra fet fyrir fet. Þær urðu alls
ekki varar við mig. Þær sátu bara
kyrrar þarna í hlýju sólskininu,
þangað til ég var kominn í skotfæri.
Ég reis upp og þorði varla að draga
andann. Síðan reyndi ég að sigta og
miða á eina þeirra. En byssuhlaup-
ið sveiflaðist svo hastarlega fram og
ÚRVAL
aftur, að ég gat jafnvel ekki mið-
að hlaupinu að þeim, hvað þá mið-
að nákvæmlega með hjálp sigtis-
ins.
Ég minntist þess, sem pabbi hafði
sagt, og neyddi sjálfan mig til þess
að flýta mér ekki um of. Ég lagð-
ist á annað hnéð. Nú var ég í þægi-
legri stöðu. Svo hélt ég niðri í mér
andanum, sigtaði aftur, þangað til
mér fannst ég miða beint á fallega,
feita önd, og svo þrýsti ég á gikk-
inn. Veröldin öll virtist springa í
loft upp, endurnar ruku upp með
gargi og vængjablaki, og skothljóð-
ið endurómaði um allan skóginn,
að því er mér fannst. Ég staulaðist
á fætur og hljóp í áttina til hyls-
ins, og þarna sá ég öndina mína
fljóta á vatninu aðeins um 2 fet
frá bakkanum. Ég hafði hæft hana
beint í hálsinn.
Ég fylltist ólgandi sigurhrósi. Ég
greip bráðina og hélt á henni eins
og dýrgrip. Síðan hljóp ég alla leið-
ina heim að kofanum og æddi inn.
Ég var svo móður, að ég kom ekki
upp nokkru orði. Ég stóð þarna
bara og horfði orðlaus á öndina í
hendi minni og svo á þá pabba og
Charlie gamla. En pabbi var svo
stoltur, að hann gat ekki dulið það.
„Nei, hvað ertu með þarna, sonur
sæll“? spurði hann.
Að lokum fékk ég málið aftur.
„Það er önd, pabbi“, stundi ég loks-
ins upp, „kjöt í pottinn“.
Ulfar geta verið grimmir.
Þegar kom fram í nóvember, vor-
um við búnir að leggja allar veiði-
gildrurnar okkar víðs vegar um
skógana. Viku seinna skiptum við