Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 57
SANNKALLAÐUR FURÐUFUGL
55
greinina, sem börnin hennar sátu
á. Hún virtist vilja segja við þau:
„Jæja, kraltkar mínir, veiðið þið
nú eitthvað í gogginn á ykkur eða
sveltið ella!“
Ungarnir störðu græðgislega á
dauðu hornsílin, sem flutu þarna
í ánni fyrir neðan þá. Þeir tvístigu
þarna og vissu ekki sitt rjúkandi
ráð. Tveri þeirra hugrökkustu létu
sig detta nokkrum sinnum niður af
greininni og alveg niður að vatns-
yfirborðinu, en þeir áræddu samt
ekki að snerta yfirborðið. Móðirin
var alveg ósveigjanleg. Nokkrum
klukkustundum síðar stakk einn
unginn sér loksins niður í vatn-
ið og hjó gogginum í hornsíli. Og
það liðu ekki margir dagar, þang-
að til ungarnir voru allir farnir að
stinga sér og veiða sér fisk til mat-
ar. Og fjölskyldumeðlimirnir héldu
svo hver í sína áttina, áður en sum-
arið var liðið, og hösluðu sér völl
hver á sínu svæði við ána, helguðu
sér veiðisvæði, sem þeir vörðu
svo á þann hátt, sem er fiskikóng-
um eiginlegur.
Þegar fiskikóngar velja sér veiði-
svæði, gera þeir oft starfsmönnum
silungaklakstöðva mjög gramt í
geði, því að engir fuglar valda slíku
tjóni sem þeir, þegar þeih rekast
á opin klaklón, þar sem silungs-
seiði eru alin upp. Ég minnist vel
parsins, sem helgaði sér veiðisvæði
í klakalónum uppeldisstöðvar einn-
ar í Connecticutfylki, þar sem ég
vann um tíma, þegar ég var strákl-
ingur. Við reyndum að hræða fugl-
ana burt með því að setja upp
fuglahræður og hengja spegla og
trjádrasl í potta uppi yfir klak-
lónxmum. Hávaðinn í járnbútunum,
er þeir slógust saman, átti að halda
þeim í hæfilegri fjarlægð. Þessi
brögð okkar héldu þeim í hæfi-
legri fjarlægð skamma hríð. En svo
tók annar fiskikóngurinn skyndi-
lega upp á því að stinga sér niður
á milli spottanna og krækja sér
þannig í silungsseiði. Maki hans
elti hann svo nokkrum sekúndum
'síðar. Og brátt voru þeir farnir að
nota fuglahræðurnar sem hvíldar-
staði og útsýnispalla, þegar þeir
voru að miða út næsta fórnardýr.
Speglarnir reyndust jafnvel enn
gagnsminni. Þeir skoðuðu spegil-
myndir sínar sem innrásarseggi, er
væru að ráðast inn á þeirra yfir-
ráðasvæði, og þeir réðust því brátt
á speglana og mölbrutu þá með
sterkum goggum sínum.
„Hvað er hægt að taka til bragðs
gegn slíkum fuglum?“ spurði yfir-
maður klakstöðvarinnár. En samt
gat hann ekki annað en brosað að
aðförum þeirra.
Þetta er einmitt sú spurning, sem
ég velti enn fyrir mér. En mér þyk-
ir samt gaman að fylgjast með þess-
um furðufuglum, á meðan ég velti
henni fyrir mér. Maður þarf sann-
arlega ekki að kvíða leiðindunum,
þegar þeir eru einhvers staðar ná-
lægt.