Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 77

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 77
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA 75 hrædd“, sagði foringi þeirra. „Við erum komnir til þess að hjálpa þér“ Þetta var Eskimóinn Schilikuk kaupmaður, vinur föður hennar! Tárin streymdu niður kinnar henn- ar og hún gat ekki komið upp nokkru orði. Gamli maðurinn fékk drengnum byrði hennar og sagði við hana: „Ég hitti föður þinn fyrir tveim tunglum. Hann hafði frétt, að þú hefðir haldið fótgangandi frá Nome og hann bað mig um að svip- ast um eftir þér á þessum slóðum. Sonur minn hefur komið hingað niður að ánni á hverjum degi og beðið hérna“. Hún dvaldi hjá fjölskyldu Schili- kuks, þangað til það byrjaði að snjóa á nýjan leik, er haustið gekk í garð. Þegar þau héldu af stað í áttina til Pahárinnar, þar sem Eski- móarnir ætluðu að dvelja við veið- ar um veturinn, hélt hún til hæð- anna, sem skilja að yfirráðasvæði Eskimóanna og Indíánanna. Henni var fylgt þangað, en þaðan hélt hún svo ein áfram ferð sinni. Brátt fór hún að kannast við sig. Og þegar hún komst loks til þorps foreldra sinna, geltu hundarnir og fólkið starði á hana eins og það sæi draug. Nokkrir hrópuðu til hennar og buðu hana velkomna, en hún gat ekki stanzað til þess að taka kveðju þeirra. Hún varð að halda áfram. Hún hljóp síðasta spölinn heim að kofa móður sinnar og hróp- aði nokkrum sinnum nafn henn- ar, jafnvel áður en hún opnaði hurð- ina. Og svo lá hún að síðustu í faðmi móður sinnar. „Ég er komin heim“, sagði hún lágt með grát- stafinn í kverkunum. „Ég sagði þeim alltaf, að þú kæm- ir aftur“, svaraði móðir hennar. „Ég sagði þeim það“. Ótrúleg ferð var nú loks á enda. Nokkrum árum síðar giftist Anna svo föður mínum. Hann var hvítur maður og kaupmaður þar í hérað- inu. Þau ráku síðan í sameiningu litla verzlun á bakka Hogatzaárinn- ar. Þau eignuðust 5 börn. Stúlkurn- ar voru tvær og hétu Elsie og Ada. Svo var það hann Sidney bróðir og ég, og síðan eignuðust þau enn eina telpu, sem var skírð Marion. Þegar þær Elsie og Ada voru orðnar nógu gamlar, voru þær send- ar í trúboðsskólann í Anvik, sem var 600 mílur niður með Yukon- fljótinu. Næsta vor lagði pabbi svo af stað á fljótabátnum sínum til þess að sækja þær, en þær áttu að vera heima um sumarið. „Þið drengirnir lítið eftir öllu, á meðan ég verð í burtu“! þrópaði hann til okkar, er hann ýtti frá landi. Við tókum hina auknu ábyrgð okkar mjög alvarlega. Sidney var þá 7 ára, en ég 5, en Marion litla var tæpra tveggja ára. Þegar ég vaknaði einn morgun- inn. gerði ég mér grein fyrir því, að það var undarlega kyrrt í húsinu. Þar ríkti alger þögn. Ég heyrði ekkert til mömmu. Var hún ekki farin að elda morgunverðinn eins og venjulega? Hvers vegna hafði hún ekki vakið okkur til þess að þvo okkur og koma okkur á fæt- ur? Ég staulaðist fram úr rúminu og lagði af stað niður stigann. Ég stanzaði neðst í honum, því að nú gat ég séð mömmu. Hún lá þarna á grúfu á gólfinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.