Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
laukfræ spíra í ammóníaki ein-
tómu.
Hann hefur líka ræktað jurtir i
sjóvatni. Hann fullyrðir síðan að
unnt sé að rækta hverja jurt sem
er niðri í vatni, ef loftstraumi (loft-
bólum) er í sífellu veitt gegn um
vatnið.
Jurtir sem bera blóm, svo sem
korntegundir, geta það ekki nema
blómskipunarleggurinn fái að gægj-
ast upp úr, því blómgunin þarfnast
miklu meira súrefnis en unnt er að
veita með þessu móti, svo þetta
borgi sig.
Hann hefur ræktað rúg, tómata
og agúrkur í söltu vatni í sex vik-
ur. „Við urðum að hætta við til-
raunina,“ segir hann, „vegna þess
að jurtirnar voru hættar að kom-
ast fyrir í ílátunum. Honum hefur
tekizt að sanna, að rís, sem ann-
ars þolir ekki saltvatn, lifir góðu
lífi á því, og ber ávöxt, ef loft-
straumur er í sífellu látinn ganga
gegn um vatnið, og nú sér hann í
anda frjóa rísakra spretta með-
fram allri hinni gróðurlausu strönd
Asíulanda, þar sem ekkert hefur
getað sprottið, neinum að gagni.
Jurtirnar sem hann ræktar, virð-
ast læra að laga sig eftir þessum
breyttu aðstæðum, þeim fer smátt
og smátt að takast að bægja frá
sér saltinu, hreinsa vatnið af salti
áður en þær hagnýta sér það. „Nú,“
segir hann, „er næsta sporið að
finna hvaða breyting hefur orðið
á himnu þeirri, sem þekur jurtina
og annast þetta og gera svo ná-
kvæmt mót af þessu,“ óg ef til vill
finnst þá hvernig farið skuli að
því að afsalta sjóvatn.“
Kaktus, sem var 30 cm á hæð,
lifði þannig í sjóvatni í eitt ár.
„Það er jafn erfitt fyrir jurt að
þrífast á eyðimörk og í hafinu,“
segir Siegel, „vandinn er sama eðl-
is. A báðum stöðunum þarf jurtin
að vinna vatn með óhægu móti,
og geta svo geymt það í sjálfri sér.
Siegel hefur ekki hug á að hag-
nýta sér uppfinningar sínar til á-
góða fyrir sjálfan sig. Hann segist
vera ánægður með að halda áfram
þessum rannsóknum sínum unz ein-
hver annar tekur við af honum.
Snáði einn kom heim með einkunnabókina sina og útskýrði fyrir
föður sínum, hvers vegna einkunnir hans væru svo lélegar: „Minnztu
þess, pabbi, að ég er bara venjulegur sonur venjulegra foreldra og að
þetta er bara venjuleg einkunnabók." Roger Allen
Úthverfabúi sagði við nágranna sinn: „Ég er að hugsa um að gerast
fjölkvænismaður. Það er of mikið gras í garðinum minum til þess að
hægt sé að ætlast til þess, að ein kona geti komizt yfir að slá það.“
Gay Atlanta