Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 79
VIÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
77
festar og ýtti okkur út í straum-
inn með árinni.
Við komumst næstum tafarlaust
í mikla hættu. Straumurinn hlýtur
að hafa verið mjög þungur og það
var töluverður vindur, þannig að
bátinn rak ekki beint undan straumi,
heldur þeytti vindurinn honum til
og frá. Sidney hafði rétt aðeins þrek
til þess að sigla fram hjá verstu
grynningunum. Svo kom skyndi-
lega bugða á 'ánni og það mátti
heyra strauminn belja á einhverj-
um hindrunum fram undan. Svo
kom ég auga á þyrpingu kletta, sem
stóðu upp úr straumnum.
„Sidney“! hrópaði ég.
Við vorum komnir of nálægt klett-
unum til þess að hann gæti stýrt
inn á milli þeirra, hafi verið þar
um sund að ræða. Hann hallaði
sér á árina af öllum mætti og reyndi
að beina bátnum að öðrum árbakk-
anum. Ég gat ekki ímyndað mér,
að honum tækist þetta. Honum tókst
að beina stefninu í átt að bakkanum,
en þá tók okkur að reka þvert und-
an straumnum, sem var mjög þung-
ur þarna. Ég var þess fullviss, að
báturinn rækist á klettana og möl-
brotnaði. Ég tók mjög fast um gall-
ann hennar Marion litlu að fram-
anverðu og ákvað, að strax og bátn-
um hvolfdi. skyldi ég grípa í klett
með annarri hendinni, en ríghalda
í hana með hinni.
„Víðitrén, víðitrén"! hrópaði
Sidney nú af öllum lífs og sálar
kröftum.
Við höfðum nálgazt bakkann dá-
lítið, og nú var stefnið komið inn
undir greinar víðitrjáa, sem teygðu
sig út yfir ána. Ég sleppti Marion
litlu og tók mér stöðu. Ég reyndi
að skorða fæturna sem bezt í bátn-
um og teygði mig svo eftir einni
greininni. Trjágreinarnar runnu
hratt í gegnum greipar mér, svo að
laufin sópuðust af þeim og skinnið
tættist af mér. Mér fannst sem ver-
ið væri að brenna hendur mínar.
En ég hélt mér samt dauðahaldi
í greinina með báðum höndum og
að lokum var sem mér hefði tek-
izt að draga úr ferð bátsins. Stefn-
ið mjakaðist nær bakkanum. Bátur-
inn snerist og skuturinn rakst svo
fast í bakkann, að Sidney fauk um
koll. Við höfðum stanzað við bakk-
ann á síðustu stundu. Tæpum 20
fetum neðar hefði báturinn möl-
brotnað við klettana.