Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 40

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 40
38 ÚRVAL töfra.“ Páll kvartaði sjálfur yfir líkamsgöllum sínum og lýsti því yfir, að í augum annarra sé hann fremur lítilmótlegur ásýndum. En örlögin hefðu samt ekki getað valið betri mann til hans sögulega ætlun- arverks. Hann var Farísei og því vel heima í fræðum Gamla-testament- isins, sem hann vitnar um 200 sinn- um í í skrifum sínum. Sem róm- verskur borgari ferðaðist hann frjáls um rómverska keisaradæmið. Og sem heimsborgari talaði hann a. m. k. þrjú tungumál, aramisku, tungumál Krists, hebresku, tungu- mál fræða Gamla-testamentisins, og grísku, sem þá var orðin almennt tungumál í öllum Mið-Áusturlönd- um. Líklega hefur hann einnig kunnað nokkurt hrafl í latínu. Vegna allra þessara kosta gat Páll samlagazt alls konar fólki. Hann var Gyðingur á meðal Gyð- inga, Rómverji á meðal Rómverja, sófisti á meðal sófisku heimsspek- inganna og tjaldagerðarrrigður á meðal tjaldagerðarmanna. Hann var frjálslegur í viðmóti og ræðinn og átti auðvelt með að blanda geði við aðra og bjó yfir ríkri kímnigáfu. En hann var fyrst og fremst mjög mannlegur maður, sem þorði að trúa því á tímum geysilegs mis- munar stétta, þjóðerna og þjóða, að allir menn væru skapaðir jafnir. EINMANALEG LEIÐ Þrá Páls til þess að útbreiða fagnaðarerindið beindi för hans til margra framandi landa. Hann ferð- aðist milli borga Litlu-Asíu, heim- sótti eyjuna Kýpur í trúboðserind- um og hélt yfir til Evrópu til þess að afla trúnni liðsmanna í Make- doníu. Alls staðar reyndust bæna- hús Gyðinga honum hinn ákjósan- legasti staður til þess að útbreiða hina kristnu kenningu. Þar var honum tekið opnum örmum sem Gyðingi. Það var ekki fyrr en hann fór að beina máli sínu til heiðingj- anna, að reiði Gyðinga tók að bein- ast gegn honum. Gyðingaprestarnir, sem voru reyrðir í viðjar kreddu- trúarinnar, kröfðust þess, að hver karlmaður skyldi umskorinn, áður en unnt reyndist að snúa honum til réttrar trúar. Slíkur var bókstafur „lögmálsins“. En Páll gerði sér grein fyrir því, að kristin trú yrði aldrei að trúarbrögðum, er laðað gætu til sín alls konar fólk, ef hann krefð- ist þess sem trúboði, að sérhver sá, er kristna trú vildi taka, beygði sig fyrst fyrir lögmáli Mósesar. Þess í stað yrði kristin trú aðeins af- brigði Júdismans, hinna gyðinglegu trúarbragða. Við honum blasti hið ólgandi miannhaf rómverska keis- araveldisins, hinar mörgu milljónir þess mikla veldis. Hann valdi. Hann var sannfærður um, að það væri trúin sjálf, sem mestu máli skipti, en ekki „lögmálið“ í hinum þrönga skilningi þess. Togstreyta sú innan Gyðingdómsins, er myndaðist sem afleiðing af þessari ákvörðun hans, hjaðnaði ekki fyrr en kristna kirkj- an og Gyðingabænahúsið urðu tvær aðskildar stofnanir. Landssvæði þau, sem Páll ferðað- ist um, voru mjög erfið yfirferð- ar. Við furðum okkur jafnvel á því enn þann dag í dag, að hann skuli hafa farið oítar en einu sinni um hin ógnvekjandi „Ciliciuhlið“,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.