Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 30

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 30
28 ÚRVAL mikilvægu hernaðaráætlanir frá París. Belgurinn steig og vafðist skýjum og enn hvarf jörðin sjónum. Kuld- inn var bitur og svarf að þeim og klaki fór að setjast í skeggið á þeim Roliér og Béziers. Béziers var dýra- vinur og fór úr frakkanum til þess að skýla dúfunum með honum. Það voru orðnar næsta litlar vonir uni björgun, bæði fyrir mennina og fugla þeirra. Lengra og lengra barst loftbelg- urinn, en rétt fyrir hálf þrjú fór hann skyndilega að síga. Allt i einu greiddist úr skýflókunum og þeir sáu ofan á greinar furutrés. Þá var þeim nóg boðið. Án þess að hika stukku þeir útbyrðis úr 20 metra hæð og komu niður í djúp- an, mjúkan snjóskafl. Belgurinn þaut nú upp á við og hvarf sjónum ásamt fatnaði þeirra og nestinu og aumingja dúfurnar fóru sömu leið. Loftfararnir urðu að fara niður eftir bröttum fjalls- hlíðum og þannig héldu þeir áfram klukkutímum saman án þess að sjá nokkur merki um mannabyggð. Þeir höfðu ekki hugmynd um hvar þeir væru staddir. Skyldi landslag eins og þetta geta verið nokkurs- staðar vestur af París? Hvar mundu þeir vera? í Vosgesafjöllum? í myrkviði Suður-Þýzkalands? Þeir voru alveg að þrotum komn- ir, og nokkrum sinnum hafði Rol- ier hnigið niður nær örmagna. Nóttin var að detta á og Bézier virt- ist sem það gæti varla orðið langt þangað til hann yfirbugaðist af þeinj svefni, sem verða mundi hans síð- asti. En þá fundu þeir eyðikofa, sem þeir gátu sofið í um nóttina. Daginn eftir héldu þeir göngu sinni áfram og komu þá að öðrum kofa, sem sjáanlega var í byggð, en þó var þar mannlaust. Þeir átu það, sem þeir fundu og héldu siðan á- fram göngu sinni. Þá mæta þeir tveim mönnum, sem klæddir voru skinnstökkum og töluðu ókennda tungu. Frakkarnir reyndu nú að skýra ástæðurnar til þess að þeir voru þarna komnir með því að teikna myndir af loftbelg, en mennirnir voru engu nær. En þegar annar bóndinn ætlaði að fara að kveikja á eldspýtustokk, þá ráku þeir Rolier og Béziers aug- un í nafnið Kristianía á stokknum, og skildu þá að þeir höfðu komið niður í miðjum Noregi og voru nú meðal norskra dalbænda. Á 15 stundum höfðu þeir farið 1500 kíló- metra leið frá París. Þetta var eins og í sögu eftir Jules Verne. Loftfararnir fengu nú flutning til Oslóar, sem þá hét Kristjania. og var þeim tekið þar með kostum og kynjum, líkast því sem guðir væru stignir af himni niður, Það furðulegasta var að allt sem þeim tilheyrði kom til skila: Belgurinn, dúfurnar og meira að segja leyndar- skjalapokinn, sem þeir höfðu hent í sjóinn, óskemmdur með öllu. Fiskimenn höfðu náð honum og var hann þegar sendur til Frakk- lands að tillögu franska ræðis- mannsins. En hann kom of seint til Tours til þess að Gambetta gæti gert nokkrar ráðstafanir í sambandi við áætlun Trochus. Þegar Trochu gerði hina miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.