Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 63
MEÐFERÐ LIFANDI MÁLS
61
ast því, að skrúfað sé frá gömlum
vatnskrana. Raddbeitingin er venju-
lega tilbreytingarlaust suð, svokall-
aður „lestrartónn", án minnstu blæ-
brigða, áherzlur ýmist engar eða
vitlausar, aðeins óendanleg röð orða
— líkt og á færibandi ■—• en hlust-
andi þarf að beita ýtrustu athygli
sinni til þess að finna heila brú
hugsana í þessu rauli. Hér virðist
hafa verið lögð áherzla á að kenna
að bera fram einstök orð, jafnóðum
og þau koma fyrir sjónir lesenda,
í stað þess að kenna, að lestur er
fyrst og fremst flutningur hugsun-
ar.
Ég hef svo að segja undantekn-
ingarlaust orðið að kenna leiklistar-
nemendum mínum að lesa alveg að
nýju, þótt oft sé þetta fólk um tví-
tugt. Þegar ég varð var við þennan
gífurlega mismun á lestri fólks og
mæltu máli, fór ég að athuga hvað
það væri, sem í rauninni gerðist
við lesturinn og ylli því, að maður,
sem í samtali beitir fullkomlega
skynsamlegum og eðlilegum áherzl-
um, verður eins og hugsunarlaus
bjálfi á að hlýða, þegar hann les
upphátt.
Við þessa athugun kom margt
fróðlegt í ljós, og skal hér aðeins
minnzt á tvennt, sem átti t.d. drjúg-
an þátt í vilausum áherzlum. Ég
tók eftir því, að nemendur höfðu
t.d. aðeins einn framburð á þ, er
þeir lásu, það er harðan framburð.
En þegar þeir töluðu höfðu þeir ým-
ist harðan eða mjúkan framburð á
þessum staf, eins og við gerum ó-
sjálfrátt í daglegu tali. Hér virðist
lestrarkennurum hafa yfirsézt að
benda nemendum á það, að fram-
burður á þ er tvennskonar, það er
harður eða mjúkur en ekki ein-
ungis harður. Ég tók nú að athuga,
hvenær framburður á þ væri harður
og hvenær mjúkur, til þess að geta
gefið nemendum mínum vísbend-
ingar um bætur á þessu. Fann ég
brátt þessa auðveldu og einföldu
reglu: f orðum, sem hefjast á þ er
þ-ið hart í framburði, þegar áherzla
er á orðinu, en mjúkt (ð), ef orðið
er áherzlulaust.
Þegar nemandi hefur áttað sig á
þessu, hefur hann stigið dálítið spor
í átt frá „lestrar-tóni“ til venjulegs
lifandi máls. Tökum til dæmis setn-
inguna: „Ég sagði þér að flýta þér“.
Ef við berum þ-in í þessari setningu
fram með hörðum framburði, þá fá
tvö orð áherzlu, sem ekki eiga að
hafa hana. Setningin verður þá: „Ég
sagði þér að flýta þér. En það sér
hver maður, að þetta eru vitlausar
áherzlur. Þessi orð eiga bæði að
vera áherzlulaus og samkvæmt
framangreindri þ-regíu á því að bera
mjúkt fram þ-in eða skrifað eftir
framburði: „Ég sagði ðér að flýta
ðér“.
Nákvæmlega samskonar mistök
koma fram hjá nemendum við lest-
ur orða, sem byrja á h, svo sem
persónufornafna o.fl. Þeir gera þá
vitleysu að bera h-in alltaf fram í
lestri, þótt þeim dytti það ekki í
hug í venjulegu mæltu máli. Dæmi:
„Ég sagði henni að flýta sér á eftir
honum“. Ef h-in eru borin fram í
persónufornöfnunum, fá orðin á-
herzlu; eigi orðin hins vegar að
vera áherzlulaus, eins og eðlilegt er
í þessari setningu, verður að lesa: