Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 63

Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 63
MEÐFERÐ LIFANDI MÁLS 61 ast því, að skrúfað sé frá gömlum vatnskrana. Raddbeitingin er venju- lega tilbreytingarlaust suð, svokall- aður „lestrartónn", án minnstu blæ- brigða, áherzlur ýmist engar eða vitlausar, aðeins óendanleg röð orða — líkt og á færibandi ■—• en hlust- andi þarf að beita ýtrustu athygli sinni til þess að finna heila brú hugsana í þessu rauli. Hér virðist hafa verið lögð áherzla á að kenna að bera fram einstök orð, jafnóðum og þau koma fyrir sjónir lesenda, í stað þess að kenna, að lestur er fyrst og fremst flutningur hugsun- ar. Ég hef svo að segja undantekn- ingarlaust orðið að kenna leiklistar- nemendum mínum að lesa alveg að nýju, þótt oft sé þetta fólk um tví- tugt. Þegar ég varð var við þennan gífurlega mismun á lestri fólks og mæltu máli, fór ég að athuga hvað það væri, sem í rauninni gerðist við lesturinn og ylli því, að maður, sem í samtali beitir fullkomlega skynsamlegum og eðlilegum áherzl- um, verður eins og hugsunarlaus bjálfi á að hlýða, þegar hann les upphátt. Við þessa athugun kom margt fróðlegt í ljós, og skal hér aðeins minnzt á tvennt, sem átti t.d. drjúg- an þátt í vilausum áherzlum. Ég tók eftir því, að nemendur höfðu t.d. aðeins einn framburð á þ, er þeir lásu, það er harðan framburð. En þegar þeir töluðu höfðu þeir ým- ist harðan eða mjúkan framburð á þessum staf, eins og við gerum ó- sjálfrátt í daglegu tali. Hér virðist lestrarkennurum hafa yfirsézt að benda nemendum á það, að fram- burður á þ er tvennskonar, það er harður eða mjúkur en ekki ein- ungis harður. Ég tók nú að athuga, hvenær framburður á þ væri harður og hvenær mjúkur, til þess að geta gefið nemendum mínum vísbend- ingar um bætur á þessu. Fann ég brátt þessa auðveldu og einföldu reglu: f orðum, sem hefjast á þ er þ-ið hart í framburði, þegar áherzla er á orðinu, en mjúkt (ð), ef orðið er áherzlulaust. Þegar nemandi hefur áttað sig á þessu, hefur hann stigið dálítið spor í átt frá „lestrar-tóni“ til venjulegs lifandi máls. Tökum til dæmis setn- inguna: „Ég sagði þér að flýta þér“. Ef við berum þ-in í þessari setningu fram með hörðum framburði, þá fá tvö orð áherzlu, sem ekki eiga að hafa hana. Setningin verður þá: „Ég sagði þér að flýta þér. En það sér hver maður, að þetta eru vitlausar áherzlur. Þessi orð eiga bæði að vera áherzlulaus og samkvæmt framangreindri þ-regíu á því að bera mjúkt fram þ-in eða skrifað eftir framburði: „Ég sagði ðér að flýta ðér“. Nákvæmlega samskonar mistök koma fram hjá nemendum við lest- ur orða, sem byrja á h, svo sem persónufornafna o.fl. Þeir gera þá vitleysu að bera h-in alltaf fram í lestri, þótt þeim dytti það ekki í hug í venjulegu mæltu máli. Dæmi: „Ég sagði henni að flýta sér á eftir honum“. Ef h-in eru borin fram í persónufornöfnunum, fá orðin á- herzlu; eigi orðin hins vegar að vera áherzlulaus, eins og eðlilegt er í þessari setningu, verður að lesa:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.