Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 69
FRANK LLOYD WRIGHT
67
í starf sitt. Hann kynntist fráskil-
inni konu, sem ættuð var frá Svart-
fjallalandi, og felldi hug til hennar.
Þau giftust og reyndust eiga vel
saman.
Næstu árin starfaði Frank af
kappi og teiknaði margar frægustu
byggingar sínar.
Meðal þekktustu verka Franks
Lloyd Wrights er Guggenheim-
safnhúsið í New York, sem reist
var árið 1959. Byggingin var full-
gerð skömmu áður en hann lézt og
var 700. mannvirkið, sem hinn mikli
meistari teiknaði. Þessi hringlaga
bygging, með hinum hreinu svif-
léttu línum, er verðugur minnis-
varði um þann mann, sem hafði
svo róttæk áhrif á byggingarlist
nútímans.
Margar sögur eru til um hár-
beitta fyndni Franks. Eitt sinn, þeg-
ar hann var spurður að því, hvað
gera mætti til að fegra iðnaðar-
borgina Pittsburgh, hreytti hann út
úr sér: „Rífið hana til grunna og
byggið hana á ný!“
í annað skipti kom leki að þaki
á húsi, sem Frank hafði teiknað,
og húseigandinn hringdi í vandræð-
um sínum til meistarans og spurði
hann ráða. Frank sagði: „Hugsið
ekkert um þetta — látið það ekki
hafa áhrif á yður.“ „En það rignir
ofan í súpudiskinn hjá konunni,
sem er gestur okkar,“ maldaði hús-
eigandinn í móinn. „Segið henni þá
að færa stólinn sinn,“ svaraði Frank
og skellti á. Þegar hann var spurð-
ur, hver af byggingum hans hefði
tekizt bezt að hans áliti, svaraði
hann alltaf: „Sú næsta.... alltaf
sú næsta.... “
Sunnudaginn 4. apríl 1959, var
Frank Lloyd wright skorinn upp
við innanmeini. Hann var þá tæp-
lega níræður. Honum virtist í fyrstu
líða vel eftir uppskurðinn, en síðan
hnignaði honum, og hann lézt tveim
dögum seinna. Hann var jarðsett-
ur við hlið móður sinnar, konunnar,
sem hafði látið sig dreyma um að
sonur hennar yrði frægur arki-
tekt, og varð að ósk sinni.
Þessi saga er sögð í Sovétríkjunum: Þegar Stalin lá fyrir dauðanum,
sendi hann eftir Khrushchev og sagði við hann: „Ég hef skrifað tvö
bréf. Þegar þú lendir i erfiðleikum vegna stefnu þinnar í efnahags-
málum, skaltu opna það fyrra. En þegar þú lendir í erfiðleikum og
líf þitt er í hættu, skaltu opna það síðara.“
Khrushchev opnaði svo fyrra bréfið siðar, þegar miklir efnahagserfið-
leikar virtust yfirvofandi. 1 því stóð: „Kenndu mér bara um það allt!“
Og tafarlaust fletti hann ofan af Stalin sem morðingja og harðstjóra.
Árið 1964, þegar kom að hámarki valdabaráttunnar í Kreml, opnaði
Khrushchev svo síðara bréfið. 1 því stóð: „Útbúðu tvö bréf.“
Matt WeinstocTc