Úrval - 01.10.1966, Page 69

Úrval - 01.10.1966, Page 69
FRANK LLOYD WRIGHT 67 í starf sitt. Hann kynntist fráskil- inni konu, sem ættuð var frá Svart- fjallalandi, og felldi hug til hennar. Þau giftust og reyndust eiga vel saman. Næstu árin starfaði Frank af kappi og teiknaði margar frægustu byggingar sínar. Meðal þekktustu verka Franks Lloyd Wrights er Guggenheim- safnhúsið í New York, sem reist var árið 1959. Byggingin var full- gerð skömmu áður en hann lézt og var 700. mannvirkið, sem hinn mikli meistari teiknaði. Þessi hringlaga bygging, með hinum hreinu svif- léttu línum, er verðugur minnis- varði um þann mann, sem hafði svo róttæk áhrif á byggingarlist nútímans. Margar sögur eru til um hár- beitta fyndni Franks. Eitt sinn, þeg- ar hann var spurður að því, hvað gera mætti til að fegra iðnaðar- borgina Pittsburgh, hreytti hann út úr sér: „Rífið hana til grunna og byggið hana á ný!“ í annað skipti kom leki að þaki á húsi, sem Frank hafði teiknað, og húseigandinn hringdi í vandræð- um sínum til meistarans og spurði hann ráða. Frank sagði: „Hugsið ekkert um þetta — látið það ekki hafa áhrif á yður.“ „En það rignir ofan í súpudiskinn hjá konunni, sem er gestur okkar,“ maldaði hús- eigandinn í móinn. „Segið henni þá að færa stólinn sinn,“ svaraði Frank og skellti á. Þegar hann var spurð- ur, hver af byggingum hans hefði tekizt bezt að hans áliti, svaraði hann alltaf: „Sú næsta.... alltaf sú næsta.... “ Sunnudaginn 4. apríl 1959, var Frank Lloyd wright skorinn upp við innanmeini. Hann var þá tæp- lega níræður. Honum virtist í fyrstu líða vel eftir uppskurðinn, en síðan hnignaði honum, og hann lézt tveim dögum seinna. Hann var jarðsett- ur við hlið móður sinnar, konunnar, sem hafði látið sig dreyma um að sonur hennar yrði frægur arki- tekt, og varð að ósk sinni. Þessi saga er sögð í Sovétríkjunum: Þegar Stalin lá fyrir dauðanum, sendi hann eftir Khrushchev og sagði við hann: „Ég hef skrifað tvö bréf. Þegar þú lendir i erfiðleikum vegna stefnu þinnar í efnahags- málum, skaltu opna það fyrra. En þegar þú lendir í erfiðleikum og líf þitt er í hættu, skaltu opna það síðara.“ Khrushchev opnaði svo fyrra bréfið siðar, þegar miklir efnahagserfið- leikar virtust yfirvofandi. 1 því stóð: „Kenndu mér bara um það allt!“ Og tafarlaust fletti hann ofan af Stalin sem morðingja og harðstjóra. Árið 1964, þegar kom að hámarki valdabaráttunnar í Kreml, opnaði Khrushchev svo síðara bréfið. 1 því stóð: „Útbúðu tvö bréf.“ Matt WeinstocTc
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.