Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
ir svari. (Sá sem er að tala, lærir
ekki á meðan).
§ Ein spurning sem vit er í, er
meira virði en tíu sem spurt er í
þaula. Þegar farið er að þráspyrja,
hættir hinum að þykja gaman að
svara.
§ Spurningar um það sem hinum
finnst sig varða um, eru beztar, en
þó því aðeins að þig skorti ekki á-
hugann.
§ Þú mátt búast við því að þurfa
að bíða eftir svari. Stundum er
löng þögn áhrifameiri en nýjajr
spurningar.
§ Spurningarnar verða að spretta
af einlægri viðleitni, en ekki af
smjaðri eða leikaraskap.
§ Spurningar sem snerta tilfinn-
ingar hins hafa meiri áhrif en aðr-
ar sem snerta einungis viðurkennd-
ar staðreyndir.
Mér sýndist þetta vera nógu
góð skrá, en þó var eins og hún
væri ekki alveg fullnægjandi. Þá
kom Toggi til skjalanna með það
sem á vantaði. Hann var að koma
niður stigann eitt kvöld eftir að
hann hafði lokið við lexíur sínar,
og tautaði fyrir munni sér: Hamlet
var nú hálfgerður kjáni.
„Af hverju heldurðu það?“
„Því að hann var ekki annað en
verkfæri í höndum móður sinnar."
„Ég bað hann að skýra þetta nán-
ar, og hann hóf upp harðar ádeilur
og varð þetta að löngu samtali milli
okkar, þar sem oftast skarst í odda.
Hamlet var byrjunin en um það
er lauk var samband móður og son-
ar yfirleitt orðið umræðuefni okk-
ar. Þetta var einn af þeim fágætu
en skemmtilegu stundum þegar
samræðurnar eru alveg óþvingaðar.
Við morgunmatinn daginn eftir
sagði ég: „Það var gaman að tala
við þig í gærkvöldi, Toggi. En þeg-
ar ég spurði þig um nýja dansinn
um daginn, þá varstu eins og snúið
roð, eins og fyrri daginn. Hvað kom
til að þú varst svona breyttur
núna?“
Toggi glotti. „Já, þú varst ekkert
að reyna að láta mig tala. Ég fann
það núna að þú vildir hlusta á
mig.“
Það viðurkenni ég að þarna var
mergurinn málsins. Til þess að sam-
ræður geti orðið góðar, þarf áð
vilja hlusta. Einungis sá hlýleiki
sem er samfara góðum vilja til
skilnings nær inn fyrir þá brynju
sem við búum okkur hversdags-
lega.
Hér koma tvær sígildar sögur úr skólastofunni:
„Frelsisskráin mælti svo fyrir um, að engan frjálsan mann mætti
hengja tvisvar fyrir sa.ma glæpinn."
„Robert Louis Stevenson giftist og fór í brúðkaupsferð. Það var þá,
sem hann skrifaði bókina: „Á ferðalagi með asna.“