Úrval - 01.10.1966, Blaðsíða 93
VÍÐ ENDAMÖRK AUÐNANNA
91
komanda. Hann vildi birgja okkur
upp af helztu nauðsynjavörum.
„Þetta eru bara viðskipti“! sagði
hann. Hann átti stóran hóp sleða-
hunda. Og hann sagði, að við gætum
fært honum slatta af þurrkuðum
fiski og skyldi slíkt skoðast sem
nægileg byrjunargreiðsla, en af-
ganginn gætum við svo greitt, þeg-
ar við kæmum með loðskinnin
næsta vor. Pabbi tók í höndina á
Russell og hristi hana. Og nú brosti
pabbi innilega. Svona hafði hann
ekki brosað í langan tíma. Hann
hafði sjaldan brosað, síðan flóðið
eyðilagði allt fyrir okkur. Svo sagði
hann við okkur Sidney: „Strákar,
fyrirtækið er komið á laggirnar á
nýjan leik“!
Og nú létum við hendur standa
fram úr ermum, svo að um mun-
aði! Við reyktum fisk í reykhúsinu
nótt sem nýtan dag, og þegar trön-
urnar voru orðnar fullar af fiski,
reistum við bara nýjar til viðbótar
þeim, sem fyrir voru. Og þann 1.
ágúst vorum við búnir að pakka
öllum fiskinum handa Pop Russell
og 3000 stykkjum handa hundunum
okkar. Við snerum aftur til Nul-
ato, smíðuðum nýtt stýrishús á vél-
bátinn, fermdum hann vetrarbirgð-
unum okkar og lögðum svo af stað
til kofans við ána, þar sem Charlie
hafði beðið eftir okkur allan þenn-
an tíma.
Það tók okkur 10 daga að kom-
ast þangað, en þegar við sigldum
fyrir síðustu bugðuna, beið Charlie
gamli okkar þar á árbakkanum.
Mikið vorum við fegnir að sjá hann
aftur! Við hristum hönd hans og
fórum að segja honum frá því, sem
á dagana hafði drifið. Við töluðum
allir í einu. Charlie stóð þarna bara
í sömu sporum og kinkaði kolli, líkt
og hann hefði aldrei efazt um, að
okkur tækist það, sem við höfðum
ætlað okkur að gera, að finna vél-
bátinn, snúa til baka með nægan
fisk handa hundunum og nýjan
veiðiútbúnað og birgðir til vetrar-
ins.
Pabba hafði grunað um alllang-
an tíma, að „hann ætti kannske ekki
eftir að verða miklu lengur hjá okk-
ur“. Og þessi grunur hans reyndist
á rökum reistur. Eftir að hafa
stundað veiðar í eitt ár í viðbót,
fékk hann berkla, og hann varð að
flytjast til Sitka og setjast að í
landnemahælinu, þar sem hann gat
fengið læknishjálp og rétta umönn-
un. Hann sagðist vera viss um, að
hann kæmi aftur, en við sáum hann
aldrei framar. Nokkru síðar dóhann.
Síðan stunduðum við Sidney veiðar
með Charlie gamla í nokkur ár í
viðbót, en svo kom að því, að þetta
reyndist honum einnig of erfitt.
Hann hélt niður ána til þess að leita
sér að daglaunavinnu þar niðri frá.
En þetta voru erfiðir tímar. Við
fréttum, að hann hefði dáið í Fair-
banks, og sumir sögðu, að hann
hefði soltið í hel.
Sama ár kynntist Sidney Indíána-
stúlku einni á Koyukukstöðinni og
vildi giftast henni. Hann sagði, að
við gætum samt haldið áfram að
stunda veiðar saman, nú gætum við
veitt í félagi öll þrjú, en ég vissi
vel, að úr því yrði nú ekki, enda
væri slíkt miklum vandkvæðum
bundið. Að brúðkaupinu loknu ósk-
aði ég honum því gæfu og gengis