Úrval - 01.10.1969, Side 17

Úrval - 01.10.1969, Side 17
BOURGUIBA: WASHINGTON NORÐUR-AFRÍKU 15 Það má næstum heita, að Bour- guiba sé sá eini af leiðtogum Ar- abaríkja, sem hefur hvatt Araba- rikin að gera samning til lang- frama við ísrael um deilumálin milli þeirra og Gyðinga. Honum finnst að vísu, að Arabar, sem bú- settir voru í Palestínu, þegar fsra- elsríki var stofnað þar árið 1948, hafi hlotið óréttláta meðhöndlun. En hann bætir því jafnframt við, að Arabar verði að viðurkenna til- veru ísraels sem staðreynd og semja á þann hátt, að báðir aðiljar geti gengið að skilyrðum samkomulags- ins. Hann segir sitt álit umbúða- laust. Gott dæmi um það eru þessi orð hans, sem hann mælti við Pale- stínu-Araba í flóttamannabúðum í Jórdaníu. „Það eru mistök Araba síðustu tvo áratugina, sem hafa valdið því, að þið hafið lent á þess- um stað.“ LOKSINS VARÐ TÚNIS FRJÁLST Það var fyrir 40 árum, að Haleile Bourguiba hóf baráttu sína til þess að frelsa Túnis undan erlendum yfirráðum. Landinu hafði verið stjórnað af erlendum sigurvegur- um í 25 aldir. Og sérhver sú menn- ingarheild, sem hinir ýmsu sigur- vegarar tilheyrðu, hafði sett merki sín á land þetta, sem hafði upphaf- lega verið land Berba og menning- ar þeirra. Fönikíumenn stofnuðu borgina Karþagó nálægt Túnisborg, núverandi höfuðborg landsins, á 9. öld f. Kr. Rómverjar eyddu svo Karþagó árið 146 f. Kr. og ríktu síðan yfir Túnis í næstum 600 ár. Síðan flæddu Vandælar yfir land- ið, svo Byzantmenn og síðan Arab- ar, sem höfðu varanlegust áhrif á land og þjóð og færðu þjóðinm tungumál og Múhameðstrú. Síð- ar komu Normanar, Spánverjar, Tyrkir og svo að lokum Frakkar árið 1881. Þeir höfðu ríkt þar í 22 ár þegar Bourguiba fæddist. Bourguiba var smávaxinn dreng- ur, sem var mjög bráðþroska and- lega. Hann lærði að tala frönsku og' hélt til Parísar til þess að leggja þar stund á lögfræði og stjórnvís- indi. Síðan tók hann til starfa sem lögfræðingur í Túnis, þegar hann var orðinn 24 ára. Tveim árum síð- ar, þ. e. árið 1929, byrjaði hann að hafa gífurleg áhrif á alþýðu manna með kröfum sínum um sjálfstæði og betra líf þjóðinni til handa, sem hann bar fram af leiftrandi mælsku. Hann stofnaði Neo-Destourstjórn- málaflokkinn (Nýja stjórnarskrár- flokkinn) og skipulagði flokksbrot um gervallt landið. Hann sýndi furðulega hæfni í að hafa áhrif á heila hópa manna með sínum sterka persónuleika. Stundum var hann sem lifandi tákn hinnar eldlegu reiði, er hann rak fram hökuna með einbeitnissvip, baðaði út handleggj- unum og ruddi úr sér orðum í beljandi flaumi. Nokkrum augna- blikum síðar var hann svo byrjað- ur að segja gamansögu, eða einfalda skrýtlu á svo skemmtilegan hátt, að áheyrendur veltust um af hlátri. Frakkar fangelsuðu unga ræðu- snillinginn tvisvar. Og svo var hann fluttur í fangelsi í Frakklandi, eft- ir að síðari heimsstyrjöldin brauzt út. Nasistar létu hann lausan árið 1942 og ftalir fengu honum svo heila höll til umráða í Róm, þar eð þeir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.