Úrval - 01.10.1969, Side 17
BOURGUIBA: WASHINGTON NORÐUR-AFRÍKU
15
Það má næstum heita, að Bour-
guiba sé sá eini af leiðtogum Ar-
abaríkja, sem hefur hvatt Araba-
rikin að gera samning til lang-
frama við ísrael um deilumálin
milli þeirra og Gyðinga. Honum
finnst að vísu, að Arabar, sem bú-
settir voru í Palestínu, þegar fsra-
elsríki var stofnað þar árið 1948,
hafi hlotið óréttláta meðhöndlun.
En hann bætir því jafnframt við,
að Arabar verði að viðurkenna til-
veru ísraels sem staðreynd og semja
á þann hátt, að báðir aðiljar geti
gengið að skilyrðum samkomulags-
ins. Hann segir sitt álit umbúða-
laust. Gott dæmi um það eru þessi
orð hans, sem hann mælti við Pale-
stínu-Araba í flóttamannabúðum í
Jórdaníu. „Það eru mistök Araba
síðustu tvo áratugina, sem hafa
valdið því, að þið hafið lent á þess-
um stað.“
LOKSINS VARÐ TÚNIS FRJÁLST
Það var fyrir 40 árum, að Haleile
Bourguiba hóf baráttu sína til þess
að frelsa Túnis undan erlendum
yfirráðum. Landinu hafði verið
stjórnað af erlendum sigurvegur-
um í 25 aldir. Og sérhver sú menn-
ingarheild, sem hinir ýmsu sigur-
vegarar tilheyrðu, hafði sett merki
sín á land þetta, sem hafði upphaf-
lega verið land Berba og menning-
ar þeirra. Fönikíumenn stofnuðu
borgina Karþagó nálægt Túnisborg,
núverandi höfuðborg landsins, á 9.
öld f. Kr. Rómverjar eyddu svo
Karþagó árið 146 f. Kr. og ríktu
síðan yfir Túnis í næstum 600 ár.
Síðan flæddu Vandælar yfir land-
ið, svo Byzantmenn og síðan Arab-
ar, sem höfðu varanlegust áhrif á
land og þjóð og færðu þjóðinm
tungumál og Múhameðstrú. Síð-
ar komu Normanar, Spánverjar,
Tyrkir og svo að lokum Frakkar
árið 1881. Þeir höfðu ríkt þar í 22
ár þegar Bourguiba fæddist.
Bourguiba var smávaxinn dreng-
ur, sem var mjög bráðþroska and-
lega. Hann lærði að tala frönsku og'
hélt til Parísar til þess að leggja
þar stund á lögfræði og stjórnvís-
indi. Síðan tók hann til starfa sem
lögfræðingur í Túnis, þegar hann
var orðinn 24 ára. Tveim árum síð-
ar, þ. e. árið 1929, byrjaði hann að
hafa gífurleg áhrif á alþýðu manna
með kröfum sínum um sjálfstæði og
betra líf þjóðinni til handa, sem
hann bar fram af leiftrandi mælsku.
Hann stofnaði Neo-Destourstjórn-
málaflokkinn (Nýja stjórnarskrár-
flokkinn) og skipulagði flokksbrot
um gervallt landið. Hann sýndi
furðulega hæfni í að hafa áhrif á
heila hópa manna með sínum sterka
persónuleika. Stundum var hann
sem lifandi tákn hinnar eldlegu
reiði, er hann rak fram hökuna með
einbeitnissvip, baðaði út handleggj-
unum og ruddi úr sér orðum í
beljandi flaumi. Nokkrum augna-
blikum síðar var hann svo byrjað-
ur að segja gamansögu, eða einfalda
skrýtlu á svo skemmtilegan hátt, að
áheyrendur veltust um af hlátri.
Frakkar fangelsuðu unga ræðu-
snillinginn tvisvar. Og svo var hann
fluttur í fangelsi í Frakklandi, eft-
ir að síðari heimsstyrjöldin brauzt
út. Nasistar létu hann lausan árið
1942 og ftalir fengu honum svo heila
höll til umráða í Róm, þar eð þeir