Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL
ingur í merkjum þeim, sem fuglar
senda hver öðrum. En Kadler hafði
einmitt verið að gera tilraunir með
segulbandsupptökur aðvörunar- og
neyðarmerkja síldarmáva og svart-
höfðamáva til þess að koma í veg
fyrir slík slys. Hann kom fyrir há-
talara á bifreið, setti segulbands-
tæki í farangursgeymsluna og ók
fram og aftur um flugvöllinn og
hræddi alla fuglana burt.
Þetta gerðist fyrir tveim árum.
Mávarnir hafa augsýnilega breytt
flugleiðum sínum, því að síðan hef-
ur Newarkflugvöllur losnað alveg
við þá. Snemma morguns í janúar-
mánuði slóst ég í för með David
Morris flugeftirlitsmanni, er hann
sveimaði um flugvöllinn í bifreið
sinni. Mistur grúfði yfir flugvell-
inum. Það var engin flugvél á ferli.
Að hálftíma liðnum komum við
loks auga á fimm unga síldarmáva
beint yfir bílnum. Morris ýtti á
hnapp, og það kvað við ærandi
neyðargarg dauðhræddra máva . . .
,,zwaraakkkkk“. Fuglarnir snar-
stönzuðu á flugi sínu. Þeir beittu
vængjunum sem hemlum, sneru við
og þutu út í buskann.
Þegar ég skýrði einum vini mín-
um frá þessu, sem stundar rann-
sóknir í svipaðri grein, bætti ég við:
,,Nú getum við smalað fuglum í
loftinu og rekið þá áfram eins og
beljur á jörðu niðri. Hvað kemur
næst?“
„Maurar? Hnísur?“ svaraði hann
spurningarrómi.
Mér fannst alls ekki óhugsandi,
að slíkt yrði hægt í framtíðinni.
☆
Lögreglan hefur ekki neitt umferðareftirlit í hinum afskekktari hér-
uðum Guetamala. En samt getur maður lent í vanclræðum, ef maður
ekur of hratt í því landi. Þegar bíllinn fer burt úr einhverjum bæ,
er brottfarartíminn stimplaður á miða. Og komi maður of fljótt til
næsta bæjar, hefur maður þar með brotið hraðatakmörkin.
Capper's Weekly.
Bréf frá föður til dótturinnar, sem er í sumardvalarbúðum:
„Highland Park er flottur staður. Maturinn er góður og mér líkar
vel við konuna mína. 1 gær fórum við í ferðalag á golfvöllinn. Golf-
kennarinn er alveg ágætur og lofaði mér að sitja í golfvagni. Ég gef
golfvagninum bensín. Má ég keyra í golfvagni, þegar ég kem heim?
Við sváfum heima í nótt, og ég svaf i rúmi. Herbergisfélagi minn
frysti á sér fingurna, þgar hún var að útbúa kvöldmatinn handa mér,
en það verður allt i lagi með hana, þegar vinnukonan kemur aftur á
þriðjudaginn. I dag verður keppni um það, hver er duglegastur og
fljótastur að græða peninga. Ég tapaði. Mamma þín vann eyðslukeppn-
ina. Þegar þú hefur tækifæri til þess, ættir þú að senda mér NEYÐAR-
GJAFAPAKKA. Ástarkveðj.ur. Pabbi.“
Jerry Baer.