Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 37
bÉGAR LlNDBERGSHJÓNIN GlSTU ÍSLAND
innar er íslendingur, sem ann þjóð
sinni og ættjörð, þótt hann hafi ekki
haft tækifæri til að sjá hana síð-
an hann fór héðan barn að aldri.
Á forsíðu bókarinnar hafði hann
ritað þessi orð: „Megi hugprýði,
eldmóður og varúðarfull skarp-
skyggni höfundar þessarar bókar
verða ævarandi fyrirmynd löndum
35
mínum á íslandi“. Þessi ósk er hér
með flutt þeim, er í hlut eiga.
Koma Lindberghs hingað í sumar
hefur að nýju vakið hér aðdáunina
á honum og brautryðjandastarfi
hans. Æfintýrin hafa löngum verið
orkugjafar æskulýðnum í landinu.
Ævintýrið um Lindbergh er ekki
hvað sízt líklegt til að verða það.
Við hjónin eyddum fyrstu viku sumardvalar okkar i Klettafjöllunum
í Coloradofylki. Við klæddumst þægilegum sportfötum, skoðuðum gamla
námubæi og nutum hins dýrðlega landslags. Þegar við komum til
Denver á föstudagskvöldi, freistaði ljósadýrð stórborgarinnar okkur og
við ákváðum að klæða okkur upp á og „fara út á lifið“.
Iíg eyddi heilli klukkustund í að baða mig og snyrta, laga á mér
hárið og mála mig eftir öllum kúnstarinnar reglum, velja mér „réttan"
kjól, skó og skartgripi. Svo leit ég í spegilinn og varð sannfærð um, að
ég ætti að klæða mig ofíar upp á. Það var vel Þess virði.
Meðan maðurinn minn lauk við að búa sig, gekk ég yfir í skrifstofu
hílagistihússins og bað forstýruna um að benda mér á einhvern góðan
stað til Þess að fá sér kvöldverð og dansa á eftir. Hún virti mig vand-
lega fyrir sér, hugsaði sig um svolitla stund og spurði svo: „Ja, ætlið
þér að búa yður upp á eða fara bara beint eins og þér eruð núna?“
Jean Miller.
Venjuleg kona: Sú, sem getur verið i símanum lengur en í megr-
unarkúr.
Herflokkurinn okkar í Vietnam hafði safnazt saman til Þess að
hlusta á nýja yfirforingjann okkar bjóða okkur velkomna. „Ég vil
auðvitað, að þið virðið mig sem yfirmann ykkar,“ sagði hann. „En ef
þið hafið við einhver vandamál að striða, skuluð þið samt ekki hika
við að taia við mig, eins og ég væri pabbi ykkar.“
Þá kvað við rödd aftast í hópnum: „Heyrðu, pabbi, má ég fá japp-
ann lánaðan i kvöld?"
W. Letourneau.
Ókunnur maður ávarpaði einn af heimamönnum í borginni Atlanta
við mikið umferðahorn í miðborginni með þessari spurningu: „Er þetta
önnur gata til vinstri?"
Leo Aikman.