Úrval - 01.10.1969, Síða 42
40
ÚRVAL
Barnið
elskar
fyrst og
fremst
sjálft sig
r það af ást, sem lítill
snáði, fjögurra eða
fimm ára gamall kem-
ur til móður sinnar og
gefur henni handfylli
af krömdum blómum?
ESa er það útreiknað bragð:
mömmur verða svo hrifnar, þegar
þeim eru gefin blóm, og þá fær
maður kossa og faðmlög og köku-
sneið.
Það er EKKI ást. Börn kunna
ekki að elska í þeirri merkingu,
sem við leggjum í orðið, þ. e. a. s.
að vilja veita öðrum gleði og ham-
ingju án þess að búast við endur-
gjaldi. Barnið vonast alltaf til að
fá eitthvað í staðinn, og helzt meira
en það gaf.
En það er heldur ekki útreiknað
bragð eingöngu að gefa blóm. Börn
vilja alltaf helzt gera rétt eða öllu
fremur það sem vekur velþóknun
fullorðna fólksins. Og þegar þau
uppgötva hver áhrif blómagjafir
hafa á mæður, þá endurtaka þau
oft verknaðinn í fullri vitund þess,
að hann muni hafa ánægjulegar af-
leiðingar.
Þannig læra börnin umgengnis-
reglur. Þau prófa sig áfram, og þau
spyrja með verkum sínum í stað
orða, og stundum gera þau vitleys-
ur til að ganga úr skugga um hvort
rétt sé að haga sér þannig. Erfið-
leikarnir við barnauppeldi felast
einmitt í því, að börnin tala annað
tungumál en fullorðna fólkið — og
engin orðabók er til yfir tungu
þeirra.
BARNIÐ ELSKAR SJÁLFT SIG
Lise Hvidtfeldt er danskur barna-
sálfræðingur og sjálf fjögurra barna
móðir, og hún er ein þeirra sem
reynt hafa að læra þetta örðuga
tungumál. Hún elskar börn inni-
lega, en lítur raunsæjum augum á
þau.
Barnið elskar fyrst og fremst
sjálft sig, segir hún. Það er ekki
nema eðlilegt; við höfum kennt því
að gera það, og auðvitað heldur
barnið, að heimurinn sé eins og
það hefur kynnzt honum. Það er
vant að taka í sífellu á móti — ást,
fæðu, umönnum — og það iíð.ur
langur tími þangað til það getur
farið að gefa eitthvað í staðinn og
elska aðra. Okkur er gjarnt að
ætla, að sum verk barnanna sýni,