Úrval - 01.10.1969, Page 46
44 ÚRVAL
r'k'k'k'k'k'k+'k-k'k'k'k'k'k'k'k-fc'k'k'k'k'fcic'k'k'k'kirfc'k'k'k'kiir'k'k'k'k'k'k-k'k'k'kick'k'kirkirki'
Á gullbrúðkaupsdaginn fóru
gömlu hjónin til borgarinnar í þeim
tilgangi að kaupa sér sögulegan
minjagrip.
„Þessi vasi er mjög dýrmætur,“
sagði kaupmaðurinn. „Hann er yfir
2000 ára gamall.“
„Þetta er nú orðum aukið,“ sagði
sá gamli. „Við erum nú ekki komin
lengra en til 1969!“
i
Leikkonur geta ekki síður en aðr-
ir, verið gamansamar og orðheppn-
ar. — Kvikmyndaframleiðandi sendi
einni „stjörnunni“ skeyti með fyrir-
spurn um hvað hún tæki fyrir að
leika í stórmynd, sem hann var að
undirbúa.
Hún svaraði um hæl og setti upp
eitt þúsund dali á viku.
„Borga þúsund dali með ánægju."
svaraði hann.
Hann var skrýtinn á svipinn, þeg-
ar honum barst skeyti frá leikkon-
unni: „Þúsund dali fyrir að leika.
Ánægjan ókeypis!“
Danskur leikritahöfundur sagði
eitt sinn við vini sína, fyrir frum-
sýningu á einu leikriti hans:
„Ef leikritið „slær í gegn,“ býð ég
ykkur öllum til veizlu á d’Angla-
terre. Að öðrum kosti skulum við
hittast á Almenningsmatsölunni við
Kolatorg.“
Eftir sýninguna fór skáldið beint
inn á d'Anglaterre.
Hann sat þar og beið og beið og
skildi ekkert í hvar vinir hans voru.
Þeir sátu allir í Almenningsmat-
sölunni við Kolatorg!
#
Það var bensínverkfall og Jensen
forstjóri hafði verið svo forsjáll að
verða sér úti um tíu tuttugu lítra
brúsa af þessum dýrmæta vökva, og
nú þurfti að koma því fyrir. Hann
fékk pakkhúsmanninn sinn til að
grafa bensínið í garðinum sínum.
Klukkan ellefu um kvöldið barði
pakkhúsmaðurinn að dyrum hjá
húsbónda sínum. „Jæja, þá hefi ég
komið bensíninu á öruggan stað, —
en hvað á að gera við brúsana?"