Úrval - 01.10.1969, Síða 60
58
Viltu auka ordaforda | þinn ?
Hér fara á eftir 18 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu.
Prófaðu kunnáttu þína i íslenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með
þvi að finna rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en
eina rétta merkingu að ræða.
1. að fyrta: að rjála við, að reka á eftir, að móðga, að refsa, að tilkynna, að
ávarpa, að svipta, að koma í veg fyrir.
2. varsúgur: vatnshreyfing við áratog, kjölsog, eyðslusemi, aðvörun, hætta,
súgur innanhúss, stormur, ósjór.
3. að draga burst úr nefi e-m: ao hrifsa bráð af e-m, að snúa á e-n, að
hjálpa e-m, að gagnrýna e-n, að bíða ósigur fyrir e-m, að henda gaman
að e-m, að hirta e-n, að blíka e-n.
4. að drepa e-u á dreif: að segja frá e-u, að týna e-u, að geyma e-ð, að tvistra
e-u, að safna e-u saman, að eyða tali um e-ð, að minnast á e-ð.
5. að láta ekki deigan síga: að beita sér ekki að fullu, að sýna yfirgang, að
vinna sleituiaust, að missa ekki kjarkinn, að fara sér hægt við vinnu, að
hafa hraðann á, að gefast upp.
6. að vera á nástrái: að vera illa staddur, að vera nízkur, að sýna örlæ.ti, að
hafa allsnægtir, að skorta e-ð tilfinnanlega, að vera á næstu grösum, að
vera dauðvona, að vera á sama máli.
7. áriða: straumþungi, hringiða, smyrsl, morgunroði, mótlæti, smurning,
vesæld, dögg, skjálfti.
8. vergirni: kvensemi, nizka, tortryggni, fíkn í karlmenn, andúð, fégræðgi,
samúð, illgirni, hégómaskapur.
9. rumbi: at'turendi, veltingur, rigning, rok, miikill sinuflóki, ósjór, úrgangs-
hey, úthey.
10. að hleypa hömum: að fella fjaðrir (um fugla), að verða þungur á brúnina,
að reiðast illiiega, að keyra hest áfram, að skipta um húð (um slöngur),
að verða stjórnlaus af reiði. að búa til skyr, að vinna af ofurkappi.
11. að gera e-m grélur: að prjóna vettlinga á e-n, að ætla e-m e-ð illt, að
hjálpa e-m, að græta e-n, að beita e-n brögðum, að auka e-m erfiði, að
gjóta augunum til e-s, að gera að gamn.i sínu við e-n.
12. hnókinn Ohnokinn): dapur, niðurlútur, boginn, kúgaður, skömmustulegur,
hreykinn, viðskotaillur, duttlungafullur.
13. að eygjast: að verða gljúpur (holóttur), að verða ríkur. að batna. að ganga
úr sér, að vera með krampadrætti, að ganga í hjónaband, að rifna í sundur.
14. að haska e-u: að gleyma e-u, að bjarga e-u, að glata e-u, að flýta e-u, að
seirka e-u, að minnast e-s, að láta e-ð eiga sig.
15. völva: gáta, spákona, rafreikniheili, for.mæling, eyðilegging, áhyggja,
dugnaður, flækja.
16. að horska: að verða frægur, að gerast, að vitkast, að gorta, að duga,
að flýta sér, að herða upp hugann.
17. bagur: klaufskur, vesæll, liðugur, handlaginn, hræddur, stirður, óásjálegur,
óheppilegur.
18. ylgur: hlýja, bylgjukvik, æsingur, gerjun, hjartategund, krap, úlfynja,
kjaftæði. Svör á bls. 110.