Úrval - 01.10.1969, Side 63

Úrval - 01.10.1969, Side 63
ÞAU UPPGÖTVUÐU PARADÍSINA MALLORKA 61 höll í Madrid, meðan Frakkar sátu þar. Þegar franski herinn yfirgaf Spán, fluttust Dupinhjónin á óðals- setur, sem tilheyrði ömmu litlu telpunnar, dóttur de Saxe mar- skálks. Þetta óðalssetur, sem var í Nohant í franska héraðinu Berry, varð svo heimili George Sand. Þar eyddi hún bernskuárum sínum, og þar ól hún upp sín eigin börn og bauð heim vinum sínum sem ósvik- in „heldri kona“. Bernska George Sands einkennd- ist af miklu draumlyndi hennar. Hún segist hafa verið vön að stara langtímum saman á arinhlífina á óðali ömmu sinnar og þá hafi henni birzt „skógar, engi, ár, risavaxnar furðuborgir og garðar fullir af blómum, aðallega grænum, svört- um og bláum rósum“. Hún vand- ist ströngum aga í uppeldinu. Fað- ir hennar dó af slysförum, er hann féll af hestbaki, skömmu eftir að þau settust að í sveitinni. Og þá hélt móðir hennar til Parísar. Litla telpan vildi flytja þangað til henn- ar. Hún sleppti sér alveg, þegar bón hennar var neitað, og þá var hún send í klausturskóla til þriggja ára dvalar. Þegar hún kom þaðan, hafði hún breytzt í menntaða unga hefðar- stúlku. Og hún hélt áfram námi sinu heima á óðalssetrinu. Hún lagði stund á verk hinna miklu frönsku höfunda, sem þá höfðu sem mest áhrif á allt andlegt líf í Frakklandi, og þá sérstaklega Jean Jacques Rousseau. Samkvæmt þeirri siðvenju, sem ríkti, l^vað snerti ungar hefðar- stúlkur í svipaðri þjóðfélagsstöðu og Aurore Dupin, giftist hún ung- um heldri manni úr sínu héraði. Nafn hans var Casimir Dudevant. Hann átti dálítið af peningum. Þetta var „góður“ ráðahagur. Henni þótti ekkert sérstaklega vænt um hann. Og svo kom að því, að þau eignuðust son. En sú George Sand, sem blundaði innra með Aurore Dupin, lét sér ekki nægja svo takmarkað líf. Hún veiktist. Ástæðan var í raun- inni óskaplegur leiði og áköf þrá, sem bjó innra með henni, þrá eft- ir að lifa „lífinu“ í raun og veru. Hæfileikar þeir, sem blunduðu innra með henni, gerðu uppreisn gegn þessari sýndartilveru. Því hélt fjölskyldan til sumardvalastaðar eins í Pýreneafjöllum. Á meðal hinna tignarlegu fjalla varð hún ástfangin í fyrsta sinn. Ungi mað- urinn var lögfræðingur í Bordeaux, Aurelien de Séze að nafni. Auðvitað kom það ekki til mála, að Aurore Dudevant tæki upp á því að lifa ástalífi með unga mann- inum. Hún var allt of vel upp al- in til slíks, allt of vel uppfrædd í kristinni siðfræði til þess, að slíkt væri hugsanlegt. En hún gat veitt sér það að gefast á vald „platoniskri" ástarkennd, ást, sem gerði ekki kröfu til kynlífs. Jafn- vel eiginmaður hennar gat ekki maldað í móinn gegn slíku. Unga konan og ungi maðurinn urðu því alveg gagntekin hvort af öðru án þess að láta undan hinum líkam- legu kenndum. Þau heimsóttu hvort annað, skrifuðu hvort öðru, löng og viðkvæmnisleg bréf: „Ég elska þig á þann hátt, sem ég mun aldrei
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.