Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 78
76
ÚRVAL
® IIÖRUNDS-
KRABBAMEIN
GREINT VIÐ
BLÓÐRANN-
SÓKN
Bandarískur ónæmi-
sérfræðingur hefur
fundið upp auðvelda
blóðprófun til greining-
ar á „melanoma", sem
er banvænt hörunds-
krabbamein, sem lækn-
ar geta framkvæmt
sjálfir í s.iúkrastofum
sínum. Telur visinda-
maðurinn, dr. Nadeem
M. Muna, að ekki sé
ólíklegt að beita megi
þessari blóðprófun með
góðum árangri við leit
að öðrum tegundum
krabbaimeins. Dr. Muna
hefur tekist að finna í
krabbameinsfrumum
þessum „fjandefni" það.
sem veldur því að
líkaminn snýst til varn-
ar gegn meininu. „Við
vitum ekki enn hvernig
þetta efni er saman-
sett“, segir hann, „en
það er alltaf til staðar
í húðkrabba-frumun-
um.“ Og hann bætir
við: „Hafi viðkomandi
sjúklingur tekið þetta
mein, má alltaf finna
í blóði hans nokkurt
magn af varnarefni,
gegn þessu fjandefni.
Aðferðin til að greina
það, er harla einföld.
Finnist þetta varnar-
efni ekki í blóði við-
komanda, er öruggt að
hann hefur ekki tekið
ihúðkrabbameinið.“ Dr.
Muna og aðstoðar-
menn hans vinna nú að
því að unnt verði að
nota samskonar grein-
ingaraðferð við aðrar
teguindir krabbameins.
„E’nn sem komið er
miðar nokkuð í rétta
átt“, segir hann.
® „LANGFERÐA-
ÁÆTLANIR“
Þótt skammt sé síðan
bandarís'ku tunglfar-
arnir komu heim, eru
þegar uppi áætlanir um
enn frekari átök á sviði
geimkönnunar og geim-
ferða vestur þar. Og
eftir að mennskir fæt-
ur hafa skilið eftir spor
sín á tunglinu, telzt
siglingin þangað ekki
lengur til „langferða”
á meðal geim'Visinda-
manna; ef þeir eru m-eð
áætlanir um langferðir
á prjónunum, er átt við
yztu áfangastaðina i
sólkerfi okkar, plánet-
urnar Júpiter, Satúrnus
og Plútó. Ráðgera
Bandaríkjamenn nú að
senda þangað ómönnuð
geimför undir lok næsta
árs, og er þegar haf-
inn undirbúningur að
þeim framkvæmdum,
en svo vill til að á þvi
ári verður afstaða þess-
ara pláneta hagstæðari
til slikra ferða, en
nokkru sinni næstu
tvær aldirnar. Telja
vísindamenn, að þær
upplýsingar, sem þann-
ig fengust fyrir atbeina
mæli- og senditækj-
anna, sem yrðu um
borð í hinum ómönnuðu
geimförum, yrðu vafa-
laust til þess að auka
þekkingu manna á upp-
runa sólkerfisins og
þróun þess, -hingað til
og framvegis.
V.