Úrval - 01.10.1969, Page 79
77
Spámaður
geimaldar
Eftir JOHN REDDY
Hann er Jules Verne okkar tíma.
Hann hefur á sarna hátt
ocj hann sagt fyrir
í vísindaskáldsögum sínum
ótrúlegustu hluti,
sem þegar eru orðnir
að raunveruleika.
— Montrealer —
ví er líkt íarið með vís-
indaskáldsagnahöfund-
inn C. Clarke og fjar-
skiptahnöttinn, sem
hann fékk hugmyndina
að á undan öllum öðrum. Þeir eru
báðir á stöðugu ferðalagi kringum
jörðina. Eina vikuna er Clarke á
Ceylon, þar sem hann á heimili og
kafar eftir skipum, sem sokkið hafa
með gull og gersemar nálægt eyj-
unni. í næstu viku er hann svo
kominn til Washington til þess að
vera viðstaddur frumsýningu á
kvikmyndinni „Geimferðin árið
2001“, sem hann skrifaði handrit að
ásamt kvikmyndaleikstjóranum
Stanley Kubrick. Vikuna þar á eftir
er hann svo kominn til Vínarborg-
ar til þess að sitja ráðstefnu á veg-
um Sameinuðu þjóðanna, sem fjall-
ar um rannsókn og friðsamlega nýt-
ingu geimsins, ef hann hefur þá
ekki falið sig í úthverfi í Lundúnum
til þess að ljúka næstu bók sinni.
Það má líkja honum við eilífðarvél.
Hann er á stöðugri hreyfingu.
Clarke líkist ekki vitund hinum
lærða vísindamanni, sem er „á
sveim“ í efri loftlögum, svo að mað-
ur tali nú ekki um hinn ytri geim.
Hann er grannur Englendingur, 52
ára að aldri og gengur með gler-
augu. Ljósrautt hárið er farið að
þynnast mikið, og hann líkist tals-
vert þeirri manngerð, sem hann eitt
sinn var, þ.e. fulltrúi hjá litlu fyrir-
tæki. En hann ólgar af orku, og
það kraumar í hugmyndunum í ólg-
andi suðupotti heila hans. Hann er
alltaf önnum kafinn hvert augna-
blik, og samt hefur honum tekizt
að ljúka við hvorki meira né minna