Úrval - 01.10.1969, Page 81
SPÁMAÐUR GEIMALDÁR
79
muni lenda á einhverri af fjarlæg-
ari reik stjörnunum fyrir 1980. „Slíkt
er ekki svo erfitt ef menn gefa sér
bara tíma til þess,“ skrifar hann í
bók sinni „The Promise of Space“,
sem er ekki skáldsaga heldur gaum-
gæfilegt mat á öllum möguleikum.
Ferð til einhverrar af næstu fasta-
stjörnunum, mun taka minnst
nokkrar aldir, þ.e. marga manns-
aldra. En Clarke hefur fundið snjalla
lausn á því vandamáli. Hann heldur
því fram, að það sé hægt að senda
sæðisfrumur og eggfrumur í geim-
ferð þessa í stað manna. Svo má
stilla tölvu í geimfarinu þannig, að
hún láti frumurnar sameinast, þegar
geimfarið er í um 20 ára fjarlægð
frá takmarki sínu. Svo er hægt að
fullþroska fóstrin í sjálfvirkri rann-
sóknarstofu í geimfarinu. Og eftir
„fæðingu" geta vélmenni gætt barn-
anna og annazt þau og kennt þeim
jafnframt um hinn mannlega arf
þeirra og framtíðarviðfangsefni, sem
bíða þeirra.
Clarke er sannfærður um að
manninum takist einhvern tíma að
ná sambandi við vitibornar verur
annars staðar í geimnum, jafnvel
kannske áður en hann hættir sér út
í hinn ytri geim. Hann segir svo:
„Kennske verður sambandið gagn-
kvæmt með hjálp útvarps og laser-
geislafjarskipta. Kannske á maður-
inn jafnvel eftir að standa augliti
til auglits við slíkar verur. Það mun
líklega verða áhrifamesti atburður-
inn fyrir manninn í allri hans sögu.“
Hann er einnig á þeirri skoðun,
að mennirnir verði að halda áfram
að rannsaka geiminn, hvað svo sem
kann að bíða okkar úti í ómælis-
víddum hans. „Ég er að verða tals-
vert þreyttur á þessum eilífu mót-
bárum: „Hvað höfum við að gera til
annarra reikistjarna, á meðan svo
margt er ógert hér á jörðinni?“ Það
var líka margt ógert í Evrópu, þeg-
ar Kólumbus lagði á hafið, og það
er enn margt ógert þar. En upp-
götvun nýja heimsins í vestri vakti
mannshugann af hinum langa svefni
miðaldanna og gaf mönnunum eldi-
við á bál endurreisnarinnar. Kólum-
bus kom fram á sjónarsviðið á réttu
augnabliki, og eins held ég, að geim-
förin hafi komið fram á réttu augna-
bliki.“
Fjarskiptahnettirnir eru mesti sig-
ur Clarkes sem spámanns. Rétt eftir
lok síðari heimsstyrjaldarinnar, er
hann var ungur maður og starfaði
sem neðansjávarliðsforingi í brezka
flughernum, skrifaði hann grein
nokkra í útvarpstímaritið „Wireless
World“. Og í grein þessari lýsti hann
sjónvarps- og útvarpsfjarskipta-
kerfi, sem náð gæti um víða veröld
með hjálp þriggja gervihnatta, sem
notaðir væru sem svífandi endur-
varpsstöðvar. Gervihnöttunum átti
að koma fyrir á braut í 35.000 kíló-
metra hæð yfir miðbaug. Hraði
þeirra átti að vera rúmir 11.200 kíló-
metrar á klukkustund, svo að þeir
hefðu sama hraða og jarðsnúningur-
inn og svifu þannig ætíð yf'r sama
bletti á yfirborði jarðar. „Hugmynd-
in er svo einföld, að það er næstum
hlægilegt,“ segir Clarke nú. „En þá
fyrrifannst ekki neinn maður, sem
varð fyrir nokkrum áhrifum af hug-
mynd þessari.“
20 árum síðar sat Clarke svo fyrir
framan sjónvarpsskerminn og varð