Úrval - 01.10.1969, Side 91
BARNI LINDBERGS RÆNT
89
Hauptmann ásamt verjanda sínum, Edward
Reilly.
að heimsækja foreldra sína. En áð-
ur hafði hann komið til Haupt-
manns með sitthvað af dóti sínu og
beðið hann að geyma það fyrir sig
meðan hann væri að heiman.
Einn af þessum geymslumunum
var skókassi, sem bundið var um
með seglgarni og Hauptmann hafði
lagt á skáphillu eina. Fyrir tveim
vikum hafði hann af tilviljun upp-
götvað, að í öskjunni voru pening-
ar. Af ótta við að peningunum
kynni að vera stolið, faldi hann þá
í bílskúrnum. Smátt og smátt hefði
hann svo tekið að eyða af þessu fé.
En raunar hafi hann tekið minna
en Fisch skuldaði honum í upphafi.
,,Hvar er Fisch nú?“ var hann
psurður.
,,Dáinn,“ svaraði Hauptmann.
„Hann dó í Leipzig fyrir
næstum hálfu ári.“
Langvarandi yfirheyrsl-
an hafði þreytt Haupt-
mann, og hann var iátinn
hvíla sig um stund. I
þessu hléi heyrðist greini-
legar óhugnanlegur há-
vaði fyrir utan húsið.
Stafaði hann frá æstum
manngrúa, sem safnazt
hafði þar saman.
Enda þótt lögreglan
hefði gert flest til að
halda mál'nu leyndu,
hafði kvisazt út, að mað-
urinn, sem grunaður væri
um að hafa myrt son
Lindbergs væri staddur í
lögreglustöðinni í Grenn-
wich-stræti Fréttamenn
og ljósmyndarar gerð-
ust alluppivöðslusamir, og síðla
dags varð algert umferðaröng-
þveiti umhverfis húsið. Það var
eins og mannfjöldinn vildi sem
fyrst gera upp sakirnar við glæpa-
manninn, hver sem hann annars
væri.
„MÁLAFERLI ALDARINNAR"
Davíð Wilentz var sér þess vel
meðvitandi, að erfitt verkefni beið
hans. Hinn ungi, mælski saksókn-
ari New Jersey-fylkis var dugmik-
ill og jafngeðja og þekktur fyrir
hvassa tungu. Hann var vel að sér
í lögfræðunum, en hafði enn ekki
fengizt við morðmál ellegar meiri-
háttar glæpamál.
Snemma í október fór Wilentz
fram á leyfi til að bera fram morð-