Úrval - 01.10.1969, Side 111
BARNl LINDBERGS RÆNT
109
Hauptmann leiddur inn í salinn síðasta dag réttarlialdanna.
um aftur til sætis síns í réttarsaln-
um. Á leiðinni leit hann til hliðar
og horfði á kviðdómendurna. Og
nú brosti hann aftur.
„VÖRNIN FELLUR FRÁ. . . .“
Sjálfstraust Reillys lét lítt á sjá,
en eftir því sem tíminn leið varð
greinilegra, að mörg vitnanna, sem
vörnin setti traust sitt á, voru ekki
upp á marga fiska.
Christian Fredericksen, sem átti
bakaríið og kökubúðina, þar sem
Anna vann, mundi ekki ákveðið,
hvort Hauptmann var staddur í
bakaríinu kvöldið, sem afbrotið átti
sér stað. Hann fullyrti, að sá
ákærði hefði „að jafnaði" komið
þar á þriðjudagskvöldum, en þorði
ekki að sverja fyrir, að hann hefði
komið þar þetta þriðjudagskvöld.
Reilly, sem var áfjáður í að
styrkja sem mest fjarverusönnun
skjólstæðings síns, kom inn 31.
janúar með Louis Kiss sem vitni.
En Kiss vann eið að því að hafa
séð Hauptmann í bakaríinu þetta
kvöld.
En Wilentz gerði næsta lítið úr
þessu vitni. Eftir nokkrar hvassar
spurningar mátti öllum vera ljóst,
að Kiss þessi hafði verið áfengis-
smyglari.
Næsta vitni Reillys, Ágúst Van
Henke, bar því einnig vitni að hafa
séð Hauptmann í Bronx kvöldið,
sem barninu var rænt. Wilentz
spurði Van Henke, hvort hann