Úrval - 01.10.1969, Page 113
BARNI LINDBERGS RÆNT
111
meðan Reilly dró upp mýnd sína af
framkvæmd afbrotsins.
„Ofurstinn og kona hans sitja að
kvöldverði. Þau sjá hvorki til aðal-
dyranna né bakdyranna. Svo kem-
ur merkið skyndilega: BRAUTIN
ER AUÐ. ÞAU ERU AÐ BORÐA.
Merkið? Símahringingin frá „Red“
Johnson."
Með sinni djúpu og áhrifamiklu
rödd hélt Reilly áfram, og minnt-
ist á hina merkilegu þátttöku dokt-
ors Condons í málinu og talaði af
fyrirlitningu um rithandarsýnis-
hornin, sem lögreglan hafði tekið
hjá Hauptmann. „Ég skrifaði eins
og mér var sagt að skrifa,“ hafði
hann sagt, —• og hafði nokkurt vitni
andmælt því?
Hvað viðvék bréfunum margum-
töluðu og vitnaleiðslum sóknarað-
ilans, hélt Reilly áfram, ætti dóm-
arinn eftir að vekja athygli kvið-
dómsins á því, að þótt þarna ættu
í hlut sérfræðingar á vissum svið-
um, voru það þó ekki annað en
líkur, sem þeir höfðu fram að færa.
Og hvaða ályktun mátti draga af
því? Alls ekki það, að sérfræðing-
ar hafi ávalt rétt fyrir sér.
„Það er auðvitað mjög mikilsvert
fyrir sækjandann,“ hélt Reilly
áfram, að geta fengið slegið föstu,
að bréfið í barnaherberginu hafi
verið ritað af Hauptmann. Það er
nefnilega eina atriðið, sem gæti
sannað veru Hauptmanns í barna-
herberginu 1. marz. En þessa sönn-
un vantar. Er þetta nægilegt til að
kveða upp þungan dóm?“
Reilly endaði mál sitt með rödd,
sem hljómaði af sannfæringu: —
„Dömur mínar og herrar í kvið-
dóminum, — ég trúi ekki öðru en
að Richard Hauptmann sé algjör-
lega saklaus af því að vera morð-
ingi. Og ég er sannfærður um, að
jafnvel Lindberg ofursti ætlast ekki
til annars af yður en að þér gerið
skyldu yðar með tilliti til þeirra
sönnunargagna, sem fyrir liggja.“
Reilly hneigði sig léttilega og
gekk aftur að borði verjandanna.
Og nú var réttarhöldunum frestað
til morguns.
Skömmu eftir að réttur var sett-
ur næsta morgun reis Wilentz úr
sæti sínu til að ljúka málsókninni.
Einnig hann greip til þess ráðs að
taka Biblíuna sér í hönd. Reilly
hafði lesið úr Nýja testamentinu,
en Wilentz í það gamla.
„„Dæmið ekki, svo þér verðið
ekki dæmdir“, sagði andmælandi
minn. En hann gleymir annarri við-
vörun úr Biblíunni: „Og sá sem
grandar lífi, mun vissulega sjálfur
verða drepinn“.“
f mótsetningu við hið hátíðlega
fas Reillys gekk Wilentz fram og
aftur fyrir framan stúku kviðdóm-
endanna meðan hann talaði.
„Hvernig skyldi sá maður vera
innrættur, sem gæti fundið upp á
að myrða barn Charles og Önnu
Lindbergs? Hann hlýtur að hafa
kalt blóð í æðum, hlýtur að vera
sinnisbilaður og eigingjarn úr hófi
fram, fullur af hefndarhug.“
Wilentz rifjaði nú í skyndi upp
sönnunargögnin: bréfin frá ræn-
ingjanum, stigann, lausnarféð, sem
fannst í bílskúrnum og lýsingu
doktors Condons og Lindbergs af
Hauptmann.... Wilentz brýndi nú
raustina og þrumaði út yfir réttar-