Úrval - 01.10.1969, Side 114
112
ÚRVAL
salinn: „Hættiilegasti afbrotamaður
heimsins! Óvinur þjóðfélagsins
númer eitt! Þetta er mannpersóna,
sem hér er um að ræða. Lítið á
manninn, sem þarna situr! Fylgizt
með honum, þegar hann fer út úr
þessum réttarsal í dag, —- ein-
strengingslegur og sjálfumglaður!“
Kviðdómendurnir horfðu á
Hauptmann. Andlitið hans var rjótt
og rakt af svita. Hann þerraði
framan úr sér með vasaklút og ók
sér í stólnum.
Wilentz hallaði sér að grindun-
um fyrir framan kviðdómendurna.
Nú skyldi hann sýna dómendunum,
hvílíkur meinsærismaður Haupt-
mann væri, sagði hann, — erkilyg-
ari, sem haft hafði í frammi frek-
leg ósannindi í þessum réttarsal.
Hann minnti á, að Hauptmann
hefði meðal annars svarið, að varð-
andi rithandarprófunina hefði lög-
reglan skipað sér að stafsetja orð-
ið „signatur“ sem singatur".
Wilentz sló hnefunum saman.
,,Og nú, dömur mínar og herrar!“
þrumaði hann. „Lítið nú gaum-
gæfilega á það, sem Hauptmann
skrifaði á lögreglustöðilnni. Farið
vel í gegnum það, og þér munuð
ekki finna orðið „signatur” á ein-
um einasta stað.... Honum var
aldrei skipað að skrifa þetta orð á
einn eða annan hátt. Samt sver
hann, að lögreglan hafi skipað hon-
um að skrifa orðið, — og það meira
að segja ranglega!“
Það hafði verið með vilja gert,
að þetta orð var ekki notað við rit-
handarprófið vegna þess, að blöð-
in hefðu gert villu þessa að um-
talsefni.
Þetta var óvænt og áhrifamikil
uppljóstrun, og Wilentz lét kné
fylgja kviði með því að halda
áfram: Sum dómsmál eru þannig
í eðli sínu, að til greina kemur að
ræða um náðun, — en þetta er
ekki slíkt tilfelli. Annaðhvort er
maður þessi einhver útsmognasta
og illskuþrungnasta naðran, sem á
jörðunni hefur skriðið, ellegar hann
er sárasaklaus. Ef þið hafið hug á
náðun, þá er það auðvitað á ykkar
valdi. En ég er sannfærður um, að
þið munuð hafa hug á að lýsa Ric-
hard Hauptmann sekan um morð
að yfirlögðu ráði.“
Trenchard dómari leiðbeindi
kviðdómendunum um ýmis réttar-
farsleg atriði árdegis næsta dag,
sem var miðvikudagur 13. febrúar,
og að svo búnu drógu kviðdómend-
urnir sig í hlé til að greiða atkvæði.
Tíminn silaðist áfram, og spenn-
ingurinn var mikill. Og þegar á
daginn leið, jókst sífellt við mann-
fjöldann, sem beið fyrir utan dóm-
húsið. Mjög margt ferðamanna var
í Flemington um þessar mundir,
og munu flestir þeirra hafa dreg-
izt þangað vegna forvitni um úrslit
Lindbergs-málsins.
Loks þegar klukkan var rúmlega
hálfellefu um kvöldið, gengu kvið-
dómendurnir á ný til sæta sinna í
réttarsalnum. Það sló á dauðaþögn í
salnum, sem var löngu yfirfylltur,
þegar Hauptmann var leiddur inn,
handjárnaður.
Trenchard dómari gaf réttarskrif-
aranum merki með höfuðhreyfingu,
og sá síðarnefndi svaraði með því
að biðja formann kviðdómsins að