Úrval - 01.10.1969, Page 119
BARNI LINDBERGS RÆNT
117
13. íebrúar 1935: Manníjöldi bíður fyrir utan dómhúsið í Flemington, meðan
kviðdómurinn greiðir atkvceði um örlög Hauptmanns.
upp á mönnunum, sem reyndust
vera ljósmyndarar vikublaðs.
Skömmu eftir þetta þvingaði
annar bíll bílstjóra Jóns litla upp
að gangstéttinni, og margir menn
stukku út. Bílstjórinn greip um
Jón dauðskelfdur, — og góndi í
ljósop margra kvikmyndavéla. —
Ekki var annað að sjá en ýmsir
tækju ekkert tillit til tilfinninga
Jóns litla og aðstandenda hans.
En taugaspennan og óttinn náði
hámarki, þegar Trenchard dómari
ákvað endanlega aftökudag Haupt-
manns. Þau Lindbergs-hjónin
spurðu hvort annað, hvort útséð
væri um, að þeim auðnaðist að lifa
eðlilegu lífi framar. En þau þráðu
fyrst og fremst frið og öryggi til
handa barni þeirra, svo og næði til
starfa. Eftir skamman tíma tóku
þau ákvörðun að flytja til Englands,
en þar hafði góður vinur þeirra
boðið þeim búsetu á góðu heimili.
Til að komast hjá opinberu um-
tali var öllum undirbúningi þessa
ferðalags haldið eins leyndum og
unnt var. En hinn 21. desember
stigu þau Lindbergs-hjónin um
borð í eimskip, sem sigla skyldi til
Liverpool í Englandi.
í rúmlega þrettán mánuði reyndu
verjendur Hauptmanns öll hugsan-
leg ráð til að fá mál hans tekið
upp á ný eftir að dauðadómurinn
féll. Tvívegis var stuttur frestur
veittur, og tíminn seig áfram.