Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 127
IIJARTA ÞITT HEFVR FRELSAÐ MIG
125
Wagner fór til Genf, rétt eftir að
gestirnir héldu burt, og Minna yf-
irgaf húsið einnig. Hann rakst á
Karl Ritter vin sinn í Genf. Þeir
höfðu verið ósáttir um tíma, en
sættust nú og héldu báðir til Fen-
eyja.
Wagner hafði reiknað með að fá
bréf frá Mathilde, en frá henni bár-
ust engin bréf. Eitt sinn skrifaði
hann henni á þessa leið: ,,Bíddu
mín . . . aðeins mín eins og vertu
mér trú . . . og tryggðu það um
leið, að ég verði list minni trúr.
Það er hlutverk mitt . . . að lifa í
list minni . . . að hugga þig . . .
það er það, sem eðli mitt heimtar,
örlög mín, vilji minn, ást mín.“ En
það átti fyrir annarri konu að
liggja að verða við þessari beiðni
hans.
Mathilde lét enn ekkert frá sér
heyra, og Wagner komst að því hjá
frú Wille, sem verið hafði vinur
þeirra og „milligöngumaður", að
hún hefði tekið þessa nýju ákvörð-
un vegna „fjölskyldu sinnar, barna
sinna og skyldu sinnar." Hann sendi
Mathilde dagbókina sína, sem hann
hafði geymt sérstaklega handa
henni. Þá sendi hún honum bréf og
tók það greinilega fram, að hún
hefði ákveðið að standa við hlið
eiginmanns og barna, þótt hún elsk-
aði hann af öllum mætti sálar sinn-
ar. Wagner fylltist óskaplegu þung-
lyndi. Hann hugsaði um að fremja
sjálfsmorð, og nótt eina var hann
að því kominn að varpa sér af svöl-
um herbergis síns í hið grugguga
Miklasíki. En honum varð hugsað
til ástar þeirrar, sem hann bar til
Mathilde, og sú umhugsun hélt aft-
ur af honum. Því hélt hann þess í
stað áfram að sökkva sér niður í
tónsmíðar sínar. Hann dvaldi í Fen-
eyjum í 7 mánuði samfleytt.
Svo settist hann að í litlu húsi í
París, þar sem hann gat notið næð-
is til þess að stjórna sviðsetningu
„Tannháuser“, hinnar fyrstu af
Wagneróperunum, sem sviðsettar
voru í Frakklandi. Minna fluttist til
hans. 15 mánaða „eilífur aðskilnað-
ur“ þeirra var nú loks rofinn. Hann
hélt áfram að skrifa Mathilde, og
hún svaraði bréfum hans á þessu
tímabili, sem stóð yfir frá því í
september 1859 þangað til í ágúst
1861. ,,Tannháuser“ var ekki vel tek-
ið, og því flýtti hann sér burt og
fór til Vínarborgar, en þar hafði
hann von um að fá „Tristan" svið-
setta. En það fór út um þúfur.
Wesendonckhjónin fóru í
skemmtiferðalag til Feneyja í októ-
ber, og þau buðu Wagner að koma
í heimsókn þangað eftir andstreymi
hans í Vínarborg. Hann tók boð-
inu. Wagner sá, að nú var Mathilde
aftur orðin ánægð í sambúðinni við
mann sinn. Hann batt skyndilega
endi á dvöl sína þar og hélt burt að
4 dögum liðnum. Honum leið mjög
illa næstu vikurnar, en svo sætti
hann sig við málalokin.
í bréfi til Mathilde, sem er dag-
sett 20. desember, segir hann: „Ég
þakka þér frá innstu rótum sálar
minnar um alla eilífð fyrir það, að
ég skuli hafa samið „Tristan“.
í febrúar tók Wagner hús á leigu
í Biberich við Rin, þar eð hann
hafði ákveðið að taka nú til við að
semja „Meistersinger“. Og hann
var varla búinn að koma sér þar