Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 130

Úrval - 01.10.1969, Blaðsíða 130
128 ÚRVAL um dýrlegt hús í Múnchen. Það stóð við Brienerstræti. Hans og Cosima bjuggu þar ekki, en hún hafði skrifstofu þar og hélt áfram að stjórna öllu heimilishaldinu af lipurð og myndarbrag. Sá myndarbragur var líklega helzt til mikill, ef dæma skal eftir orðum Peters Cornelius, gamals vinar Wagners. Von Búlow var allt- af í hljómleikaferðum, og Cornelius kvartaði yfir því, að Cosima væri alltaf á heimili Wagners og það væri „ómögulegt að hitta Wagner í einrúmi eða ræða einslega við hann“. Ennfremur sagði hann: „Ekkert bréf berst honum í hend- ur, án þess að Cosima opni það fyrst og lesi innihald þess fyrir hann“. Lúðvík konungur hafði ekki hug- mynd um samband átrúnaðargoðs síns og Cosimu, og því virti hann hana mjög mikils fyrir að hindra það svo rækilega, að Wagner yrði fyrir óþarfa ónæði. Eiginmanni hennar fannst það líka ofur eðli- legt, að hún skyldi elska hinn mikla meistara eins og hann sjálfur gerði, og því grunaði hann ekki heldur neitt. Nú var loks byrjað að æfa „Tri- stan“. Tveim klukkustundum áður en æfingar byrjuðu, fæddist Cos- imu dóttir. Það var 12. apríl árið 1865. Henni var gefið nafnið Isolde. Hún var barn Wagners. Von Búlow gerði sér ekki grein fyrir því, og þess vegna fagnaði hann innilega fæðingu litlu telpunnar, sem hann áleit vera sitt eigið afkvæmi. „Tristan“ var stórkostlega vel tekið. En það olli Wagner nokkrum vonbrigðum og dró svolítið úr sigr- inum, að Mathilde Wesendonck, hin raunverulega Isolde, skyldi ekki vera viðstödd sýninguna. Margir höfðu haft horn í síðu þessa uppáhalds konungsins við hirðina og gagnrýnt þennan skjól- stæðing óspart. Og nú voru slúður- sögurnar komnar á kreik. Wagner skapaði sér reiði ríkisstjórnarinnar með opinberu bréfi, hvattur af Cos- imu, og afleiðingin varð sú, að hann varð að yfirgefa Múnchen þ. 10. desember. I skemmtiferð til Marseilles í lok janúar barst honum símskeyti, sem tilkynnti honum lát Minnu úr hjartasjúkdómi tveim dögum áður. Wagner fylltist dapurleika, er hin hinztu bönd slitnuðu þannig. En þetta hafði það einnig í för með sér, að Wagner var nú loks frjáls maður. Cosima hélt á fund Wagners í marz, meðan Hans var í hljóm- leikaferð. Nú dró til mikilla átaka í einkalífi þeirra. Þau höfðu rekizt á einbýlishús í Tribschen nálægt Lucerne, sem Wagner tók sam- stundis á leigu. Og tveim mánuð- um síðar flutti Cosima til hans með öll börnin. Árið 1870 ól Cosima aðra dóttur sína með Wagner. Árið eftir gátu þau loks gengið í heilagt hjónaband og litlu síðar ól Cosima þriðja barn þeirra, Siegfried. Cosima lifði mann sinn í samtals 47 ár og helgaði allt líf sitt fram- gangi verka hans og minningunni um hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.