Úrval - 01.02.1970, Síða 14
12
ÚRVAL
fyrir kennara sem hafa áhuga á að
reyna. Einnig gæti komið til greina,
að skólar réðu lækna í þjónustu
sína til að fjalla um þessi mál, því
að þeir hafa náttúrlega beztu
menntun og aðstöðu til að gera það.
É’g fékk sjálfur tækifæri til að fylgj-
ast með áhrifum þeim sem kennsla
af þessu tagi getur haft á unglinga
þegar skólastjóri Flensborgarskól-
ans í Hafnarfirði, Ólafur Þ. Krist-
jánsson, fór fram á það við mig að
ég tæki að mér kennslu fyrir ung-
linga á gagnfræðastigi í þeim kafla
heilsufræðinnar er lítið sem ekkert
hafði verið um fjallað áður, þ.e.a.s.
ég átti að tala um og kenna börnun-
um að þekkja æxlunar- og kynfæri
karls og konu. Ég held, að mér sé
óhætt að segja, að þessi tilraun hafi
gefizt ágætlega. Kennslan fór fram
í eins konar fyrirlestrarformi, og
skuggamyndir voru sýndar af hin-
um einstöku líffærum sem vikið var
að hverju sinni. Ég tók drengina og
stúlkurnar sitt í hvoru lagi til að
gera hlutina óþvingaðri og bauð
þeim að bera fram spurningar í lok
hvers tíma eftir vild.“
„Voru þau ekkert feimin við
það?“
„Nei, ekki bar á því, þau voru
full áhuga og höfðu fjölmargt um
að spyrja. Ég hef aldrei haft eftir-
tektarsamari áheyrendur, enda var
þeim ljóst, að vitneskja um þessi
mál er bæði gagnleg og mikilsverð
þegar út í lífið kemur. Unglingar
sem vita hverjar afleiðingar sam-
band karls og konu getur haft í för
með sér, líta ekki á það sem sport
og leik eingöngu og steypa sér þann-
ig hugsunarlaust í ógæfuna. En ég
tel, að samhliða kynferðisfræðslu
þurfi kennslu í siðgæði, vegna þess
að það er stór þáttur í heilbrigðu
og hamingjusömu kynlífi.“
FYLGJANDI SKÍRLÍFI
„Heldurðu að það þýði að prédika
skírlífi fyrir ungu fólki nú á dög-
um?“
„Ja, ég er nú svo gamaldags sjálf-
ur, að ég er fylgjandi skírlífi þang-
að til stúlkur gifta sig og álít það
hollara fyrir þær sálrænt séð. Hitt
er annað mál, að maður verður að
vera raunsær og má ekki loka aug-
unum fyrir staðreyndum. Við getum
ekki lamið í borðið og sagt við ung-
ar stúlkur nú til dags: „Komið ekki
nálægt neinum pilti eða karlmanni
fyrr en þið eruð tilbúnar að gifta
ykkur, stofna ykkar eigið heimili og
þar með ala börn“. Það er gersam-
lega tilgangslaust, rétt eins og að
tala við dauðan stein. Nei, við verð-
um að sætta okkur við breyttan
hugsunarhátt, fylgjast með tíðar-
andanum eins og hann er og reyna
fyrst og fremst að búa unglingana
undir þau vandamál sem mæta þeim
á þessu sviði eins og öllum öðrum.“
David E. Bell, fyrrverandi formaður bandarisku efnahagsaðstoðar-
innar við útlönd, sagði eitt sinn þetta á blaðamannafundi: „Viðskipta-
samband okkar við Japan er mjög gott. Þeir kaupa talsvert meira af
okkur en við seljum ;þeim.“ Don. Maclean.