Úrval - 01.02.1970, Síða 14

Úrval - 01.02.1970, Síða 14
12 ÚRVAL fyrir kennara sem hafa áhuga á að reyna. Einnig gæti komið til greina, að skólar réðu lækna í þjónustu sína til að fjalla um þessi mál, því að þeir hafa náttúrlega beztu menntun og aðstöðu til að gera það. É’g fékk sjálfur tækifæri til að fylgj- ast með áhrifum þeim sem kennsla af þessu tagi getur haft á unglinga þegar skólastjóri Flensborgarskól- ans í Hafnarfirði, Ólafur Þ. Krist- jánsson, fór fram á það við mig að ég tæki að mér kennslu fyrir ung- linga á gagnfræðastigi í þeim kafla heilsufræðinnar er lítið sem ekkert hafði verið um fjallað áður, þ.e.a.s. ég átti að tala um og kenna börnun- um að þekkja æxlunar- og kynfæri karls og konu. Ég held, að mér sé óhætt að segja, að þessi tilraun hafi gefizt ágætlega. Kennslan fór fram í eins konar fyrirlestrarformi, og skuggamyndir voru sýndar af hin- um einstöku líffærum sem vikið var að hverju sinni. Ég tók drengina og stúlkurnar sitt í hvoru lagi til að gera hlutina óþvingaðri og bauð þeim að bera fram spurningar í lok hvers tíma eftir vild.“ „Voru þau ekkert feimin við það?“ „Nei, ekki bar á því, þau voru full áhuga og höfðu fjölmargt um að spyrja. Ég hef aldrei haft eftir- tektarsamari áheyrendur, enda var þeim ljóst, að vitneskja um þessi mál er bæði gagnleg og mikilsverð þegar út í lífið kemur. Unglingar sem vita hverjar afleiðingar sam- band karls og konu getur haft í för með sér, líta ekki á það sem sport og leik eingöngu og steypa sér þann- ig hugsunarlaust í ógæfuna. En ég tel, að samhliða kynferðisfræðslu þurfi kennslu í siðgæði, vegna þess að það er stór þáttur í heilbrigðu og hamingjusömu kynlífi.“ FYLGJANDI SKÍRLÍFI „Heldurðu að það þýði að prédika skírlífi fyrir ungu fólki nú á dög- um?“ „Ja, ég er nú svo gamaldags sjálf- ur, að ég er fylgjandi skírlífi þang- að til stúlkur gifta sig og álít það hollara fyrir þær sálrænt séð. Hitt er annað mál, að maður verður að vera raunsær og má ekki loka aug- unum fyrir staðreyndum. Við getum ekki lamið í borðið og sagt við ung- ar stúlkur nú til dags: „Komið ekki nálægt neinum pilti eða karlmanni fyrr en þið eruð tilbúnar að gifta ykkur, stofna ykkar eigið heimili og þar með ala börn“. Það er gersam- lega tilgangslaust, rétt eins og að tala við dauðan stein. Nei, við verð- um að sætta okkur við breyttan hugsunarhátt, fylgjast með tíðar- andanum eins og hann er og reyna fyrst og fremst að búa unglingana undir þau vandamál sem mæta þeim á þessu sviði eins og öllum öðrum.“ David E. Bell, fyrrverandi formaður bandarisku efnahagsaðstoðar- innar við útlönd, sagði eitt sinn þetta á blaðamannafundi: „Viðskipta- samband okkar við Japan er mjög gott. Þeir kaupa talsvert meira af okkur en við seljum ;þeim.“ Don. Maclean.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.