Úrval - 01.02.1970, Side 30
28
Hér segir frá einu þeirra
vandamála,
sem koviu upp eftir ófrið
1sraelsmanna og Araba
í júní 1967.
Stúdentspróf
tekið
með leynd
inn 30. september "kom
starfsmaður hjá Menn-
ingar- og vísindastofn-
un Sameinuðu þjóð-
anna (UNESCO) frá
Kaíró til Gaza-svæðisins, sem Isra-
elar hafa á valdi sínu. Hann hafði
meðferðis innsiglaðan böggul með
5109 prófskírteinum handa nem-
endum, sem tekið höfðu próf á
Gaza-svæðinu og fengið það dæmt
í Kaíró.
Útbýting þessara prófskírteina
markaði velheppnaðar lyktir þeirr-
ar viðleitni UNESCO að leysa eitt
þeirra vandamála, sem komu upp
eftir ófrið fsraela og Arabaríkj-
anna í júní 1967.
í 20 ár hefur UNESCO átt sam-
vinnu við UNRWA (Hjálparstofn-
un Sameinuðu þjóðanna fyrir Pale-
stínuflóttamenn), sem rekur skóla
á svæðinu og hjálpar börnum flótta-
manna til að ná stúdentsprófi. En
hertaka Gaza-svæðisins í júní 1967
leiddi til þess, að menntaskólanem-
ar á svæðinu áttu þess ekki lengur
kost að taka lokaprófið, sem veitti
þeim heimild til inngöngu í ara-
biska háskóla.
Að beiðni UNRWA hóf forstjóri
UNESCO, René Maheu, samnings-
viðræður við ísraelsk og egypzk
stjórnvöld í því skyni að fá þau til
að fallast á tilraunapróf undir eftir-
liti UNESCO. Maheu ábyrgðist, að
tilraunaprófverkefnin, sem samin
skyldu í Kaíró, yrðu send til Gaza
innsigluð um Kýpur, og að verk-
efnunum yrði skilað til Kaíró með
nákvæmlega sama hætti.
UNESCO ábyrgðist líka, að ein-
ungis starfsmenn stofnunarinnar
skyldu hafa á hendi flutning próf-
verkefnanna og bera ábyrgð á þeim,
og að efni verkefnanna væri í sam-
ræmi við hugsjónir og starfsreglur
UNESCO, sem bæði ísrael og Ara-
bíska sambandslýðveldið hafa sam-
þykkt.
Með þessu móti reyndist unnt að
efna til prófa í þeim 16 skólum sem
menntamálaráðuneytið í Gaza hef-
ur látið reisa. Prófin fóru fram
undir eftirliti 19 starfsmanna UN-
ESCO frá 9 löndum.
Prófskírteinunum, sem voru af-
hent um mánaðamótin september-
október, fylgdu umsóknareyðublöð
frá egypzkum háskólum, sem opn-
uðu hinum 5109 arabísku nýstúd-
entum nýja framtíðarmöguleika.
☆