Úrval - 01.02.1970, Side 34
32
ÚRVAli
voru því mjög mikilvægur þáttur
meðhöndlunarinnar."
Stundum gátu þau Lu og Dick
varla afborið að vera vitni að enn
einum þjáningardegi x lífi barnanna
sinna. En þau létu samt aldrei á
slíku bera, er börnin sáu til, heldur
hvöttu þau stöðugt og létu í ljós
mikla bjartsýni. Þeim Mary og
Lindu fannst stundum eins og þær
ættu „alltaf “ að vera á sjúkrahúsinu.
En foreldrarnir héldu áfram að
minna þær á framtíðina og hvað
fram undan biði. Þeir töluðu um
heimilið og skóiann, um kisuna
þeirra, hana Dolly, og kettlingana
hennar, og um vini barnanna og
leikfélaga heima í Mt. Clemens.
Lu var vön að segja, þegar komið
var að því að skipta um sáraum-
búðirnar: „Jæja, við komum strax
aftur með rjómaís." En þá fóru börn-
in að gráta, því að þau vissu, hvaða
kvalir biðu þeirra. Stundum héldu
þau slíku dauðahaldi í handlegg
móður sinnar, að það varð að losa
hendur þeirra með valdi.
Linda bað hjúkrunarkonuna oft
um að syngja vögguvísuna „Rock-a-
Bye Baby“t þegar fara átti að skipta
um sáraumbúðirnar. Svo kallaði
Linda alltaf: „Syngdu! Syngdu!“,
þegar kvalirnar jukust og hjúkrun-
arkonan þagnaði til þess að einbeita
sér að umbúðaskiptingunni.
FERHYRNDAR HÚÐPJÖTLUR
Starfsfólkið varð að vera stöðugt
á verði, því að hætturnar biðu við
hvert fótmál dag hvern. Öll börnin
fengu lífshættulega sýkingu í sár
sín. Þær Mary og Linda fengu
hættuleg köst af sykursýki og há-
um blóðþrýstingi. Þær fengu hita-
sótt og kvilla í hjarta og nýrnahett-
ur. Linda fékk alvarlegt krampa-
kast. En til allrar hamingju olli það
ekki neinum heilaskemmdum. Mary
varð að berjast við slæma lungna-
bólgu, og síðan fékk hún blóðvatns-
gulu, sem orsakaðist af einni blóð-
gjöfinni, en telpunum var mjög oft
gefið blóð eða samtals yfir 20 lítr-
ar. Og sífellt var hætta á vöðva-
samdrætti, en hann stafar af því, að
það myndast bólga í holdinu undir
brunasárunum, og getur þetta vald-
ið varanlegri bæklun.
Dr. Feller vann stöðugt að því að
endurþekja hina kolbrunnu líkami
með húð. Það var talsvert mikið
eftir af heilbrigðri húð á líkama
Bruce, og því þurfti aðeins einu
sinni að græða húð á hann. Dr. Fell-
er notaði rafknúið húðskurðtæki til
þess að sníða ræmu af heilbrigðri
húð drengsins. Þykkt húðpjötlu
þessarar var svipuð og 5 pappírs-
arka. Hann skar húðina í ferhyrnd-
ar pjötlur, sem voru einn þumlung-
ur á hvorn veg. Síðan skar hann
rifu í hverja þeirra. Þetta gerði
honum fært að teygja hverja pjötlu,
þannig að hún þakti svæði, sem var
tvöfalt stærra en hún hafði upphaf-
lega verið. Svo þegar pjötlurnar
greru við holdið og urðu hluti af
líkamanum aftur, mundi hinn eðli-
legi húðvöxtur líkamans sjá um að
fylla upp í eyðurnar á milli.
Bruce fékk að fara heim af
sjúkrahúsinu eftir 44 daga legu. Dr.
Feller kom honum í líkamsþjálfun-
aræfingar til þess að liðka til ann-
an handlegginn, sem brennzt hafði
illilega, og gera hann virkan aftur.