Úrval - 01.02.1970, Side 34

Úrval - 01.02.1970, Side 34
32 ÚRVAli voru því mjög mikilvægur þáttur meðhöndlunarinnar." Stundum gátu þau Lu og Dick varla afborið að vera vitni að enn einum þjáningardegi x lífi barnanna sinna. En þau létu samt aldrei á slíku bera, er börnin sáu til, heldur hvöttu þau stöðugt og létu í ljós mikla bjartsýni. Þeim Mary og Lindu fannst stundum eins og þær ættu „alltaf “ að vera á sjúkrahúsinu. En foreldrarnir héldu áfram að minna þær á framtíðina og hvað fram undan biði. Þeir töluðu um heimilið og skóiann, um kisuna þeirra, hana Dolly, og kettlingana hennar, og um vini barnanna og leikfélaga heima í Mt. Clemens. Lu var vön að segja, þegar komið var að því að skipta um sáraum- búðirnar: „Jæja, við komum strax aftur með rjómaís." En þá fóru börn- in að gráta, því að þau vissu, hvaða kvalir biðu þeirra. Stundum héldu þau slíku dauðahaldi í handlegg móður sinnar, að það varð að losa hendur þeirra með valdi. Linda bað hjúkrunarkonuna oft um að syngja vögguvísuna „Rock-a- Bye Baby“t þegar fara átti að skipta um sáraumbúðirnar. Svo kallaði Linda alltaf: „Syngdu! Syngdu!“, þegar kvalirnar jukust og hjúkrun- arkonan þagnaði til þess að einbeita sér að umbúðaskiptingunni. FERHYRNDAR HÚÐPJÖTLUR Starfsfólkið varð að vera stöðugt á verði, því að hætturnar biðu við hvert fótmál dag hvern. Öll börnin fengu lífshættulega sýkingu í sár sín. Þær Mary og Linda fengu hættuleg köst af sykursýki og há- um blóðþrýstingi. Þær fengu hita- sótt og kvilla í hjarta og nýrnahett- ur. Linda fékk alvarlegt krampa- kast. En til allrar hamingju olli það ekki neinum heilaskemmdum. Mary varð að berjast við slæma lungna- bólgu, og síðan fékk hún blóðvatns- gulu, sem orsakaðist af einni blóð- gjöfinni, en telpunum var mjög oft gefið blóð eða samtals yfir 20 lítr- ar. Og sífellt var hætta á vöðva- samdrætti, en hann stafar af því, að það myndast bólga í holdinu undir brunasárunum, og getur þetta vald- ið varanlegri bæklun. Dr. Feller vann stöðugt að því að endurþekja hina kolbrunnu líkami með húð. Það var talsvert mikið eftir af heilbrigðri húð á líkama Bruce, og því þurfti aðeins einu sinni að græða húð á hann. Dr. Fell- er notaði rafknúið húðskurðtæki til þess að sníða ræmu af heilbrigðri húð drengsins. Þykkt húðpjötlu þessarar var svipuð og 5 pappírs- arka. Hann skar húðina í ferhyrnd- ar pjötlur, sem voru einn þumlung- ur á hvorn veg. Síðan skar hann rifu í hverja þeirra. Þetta gerði honum fært að teygja hverja pjötlu, þannig að hún þakti svæði, sem var tvöfalt stærra en hún hafði upphaf- lega verið. Svo þegar pjötlurnar greru við holdið og urðu hluti af líkamanum aftur, mundi hinn eðli- legi húðvöxtur líkamans sjá um að fylla upp í eyðurnar á milli. Bruce fékk að fara heim af sjúkrahúsinu eftir 44 daga legu. Dr. Feller kom honum í líkamsþjálfun- aræfingar til þess að liðka til ann- an handlegginn, sem brennzt hafði illilega, og gera hann virkan aftur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.