Úrval - 01.02.1970, Page 39
Leyndardómur !
Fiskihaukanna
Eftir ROGER TORY PETERSON
_________________________J
ÚRDRÁTTUR
ÚR NATIONAL
GEOGRAPHIC
iskihaukurinn á í miklum erfiðleikum.
Þennan stórkostlega fugl, sem hefur fimm
feta vænghaf, er víða að finna. Eg hef séð
hann upp í grenitrjám í Japan, frammi
á sjávarhömrum nálægt Gibraltar, á
grenivöxnu sænsku eyjunum í Eystrasalti, á fjalla-
tindum í Gulsteinaþjóðgarði og á hásléttunum uppi af
vesturströnd Mexíkó. En nú er tilveru fiskihauksins
ógnað á stórum hlutum þessara svæða.
Hann hefur, að vísu haldið velli í Floridafylki og
Marylandfylki og við sum kanadisku vötnin, en hon-
um fer mjög fækkandi í öðrum hlutum Norður-Ame-
ríku. Eitt sinn var t.d. stór fiskihaukabyggð nálægt
heimili mínu í Old Lyme í Connecticutfylki. En nú
er hún næstum útdauð. Það er dapurlegt og dularfullt
í senn.
Þegar ég flutti til Old Lyme fyrir 15 árum, voru
næstum 150 hreiður innan 10 mílna hrings umhverf-
is heimili mitt. Og það voru hreiður, sem verpt var í
og ungað út í árlega. Aðalbyggð fiskihaukanna var
svo neðantil við Connecticut-ána og við ármynnið
sem sameinast Löngueyjarsundi, og í sjálfu sundinu,
aðallega á Mikluey. Á meginlandinu byggja fiskihauk-
arnir sér venjulegast hreiður uppi í trjám. En nokkur
pör byggðu sér þá hreiður uppi í símastaurum. ■—
Þarna var áður allt full af fiskihaukum.
En þetta breyttist geysilega á aðeins þrem árum.
Ég skoðaði mýrarnar á Mikluey vandlega í sjónauka
mínum júlídag einn árið 1957. Þá hefði átt að vera þar