Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 41
LEYNDARDÓMUR FISKIHAUKANNA
39
um aðallega í að æfa og þjálfa
vængina til þess að búa sig undir
þann mikla dag, þegar þeir hefja
sig fyrst til flugs.
Sá dagur rennur venjulega upp
í júlí hérna í Old Lyme. Næstu 5
—6 vikurnar þar á eftir stunda
ungarnir flugleiki ásamt foreldrum
sínum, áður en þeir leggja svo af
stað til Suður-Ameríku síðla sum-
ars.
Nú orðið nýt ég sjaldan þeirrar
ánægju að mega horfa á ungan
fiskihauk hefja sig til flugs í fyrsta
sinn. Þau 10 pör, sem verptu hérna
í kringum Old Lyme árið 1968,
unguðu aðeins út einum unga. Þau
eignuðust að vísu öll unga, en fæst-
ir þeirra unguðu þeim út. í sumum
eggjunum byrjuðu fóstur að mynd-
ast, en svo dóu þau. Flestir líffræð-
ingar álíta, að sakarinnar sé að
leita hjá kemiskum úrgangsefnum
og eiturefnum. Hugsanleg hætta
fyrir dýralíf er slík, að bandaríska
fiski- og dýralífsþjónustan er nú
ekki aðeins að rannsaka fiskihauk-
ana og egg þeirra, heldur einnig
ameríska örninn, pelikana og aðr-
ar fiskætur meðal fuglanna.
En vísindamem. gæta þess að
vera ekki of fljótir að draga álykt-
anir. Hinir mörgu fiskihaukar, sem
búa í mangroveskógunum í Ever-
gladesþjóðgarðinum í Floridafylki,
virðast enn unga út eðlilegum
fiölda afkvæma þrátt fyrir „bless-
un“ nútímaframfara á beim slóð-
um. Þar er einmitt verið að rann-
saka þetta fyrirbrigði, og kann að
vera, ag rannsókn sú veiti okkur
-'"'io svör við spurningum okkar.
Hvernig er t. d. hægt að útskýra
það, að fiskihaukar í Maryland-
fylki hafa ekki heldur átt í nein-
um erfiðleikum, hvað snertir út-
ungun eggjanna? Er það hugsan-
legt, að minna sé um slíka eitrun
suður í Marylandfylki en hér norð-
ur í Connecticutfylki? Er um að
ræða einhvern mun á fiskinum, sem
fiskihaukarnir í fylkjum þessum
lifa á? Eða eru fiskihaukarnir í
Marylandfylki bara betri foreldr-
ar?
Bandaríska fiski- og dýralífsþjón-
ustan vildi gjarnan fá svör við
spurningum þessum. Því voru þeir
William Krantz við Dýralífsrann-
sóknarstöðina í Patuxent og einn af
nágrönnum okkar, Paul Spitzer að
nafni, fengnir til þess að fram-
kvæma slíkar rannsóknir, en Paul
stundar nám við Wesleyanháskól-
ann. Þeir veltu því fyrir sér, hvað
mundi gerast, ef egg frá fiskihauk-
um í Marylandfylki væru látin í
hreiður fiskihauka norður í Conn-
ecticutfylki, en egg þeirra fiski-
hauka væru svo sett í hreiður fiski-
haukanna í Marylandfylki í stað-
inn?
Þeir Krantz og Spitzer fram-
kvæmdu slík eggiaskipti árið 1968.
Þeir skiptu á 21 Connecticuteegium
fvrir 22 Marylandegg. Átta af Mary-
landeggjunum tókst fuglunum svo
að unga út í hreiðrunum í Conn-
ec+icut. Var þar um 36% eggianna
að ræða, sem var aðeins lægri hlut,-
fallstala en venjulega var suður í
Marylandfvlk.i, en samt einkenni-
1°sa miklu hærri en hlut.fallstala
útunsaðra eegia ’ Connectieutfvlki.
En aðeins einu Connecticute«gi. vai-
ungað út suður í Marylandfylki.