Úrval - 01.02.1970, Page 47
Eftir
HELGA
SÆMUNDS-
SON
ætlaði sér hug-
leikið. Það lét
honum þó hvorki
né féll, og 1946
kusu Eyfellingar
hann prest í Holti.
Dvaldist Sigurður
þar upp frá því til
æviloka, en sigldi
oft til að kynnast
löndum og þjóð-
um. Hann var
frægur klerkur, en stundaði einnig
ritstörf og skáldskap af kappi í
Holti austur. Þar átti hann góða
daga og naut sín vel í rausnargarði,
sem indælt var að gista.
Ævistarf séra Sigurðar var
minnsta kosti þríþætt: kennsla og
fréttamennska, prestskapur og
stjórnmálabarátta, ritstörf og skáld-
skapur. Allar þessar íþróttir framdi
hann umfram flesta samtíðarmenn
Hann þótti einstakur kennari, fjöl-
menntaður, hugkvæmur og mikil-
virkur. Sigurður varð svo þjóðkunn-
ur af fréttamennsku sixmi við út-
varpið, en einkum fyrirlestrum sín-
um um erlend málefni. Hann var
mistækur klerkur, enda að ýmsu
leyti einhæfur í því starfi. Skoðanir
voru skiptar um trúkenningar hans,
og |sum preststörfin létu honum
naumast, en snjallari predikari var
torfundinn á íslandi um hans daga.
Sér í lagi munu líkræður hans á