Úrval - 01.02.1970, Síða 50
48
ÚRVAL
UM SIÐMENNINGU
• Ef þú vilt siðmennta ein-
hvern mann, þá skaltu byrja
á að kenna ömmu hans.
Victor Hugo.
• Siðmenntaðir menn
leggja út í heiminn vopnaðir
alkóhóli, byssukúlum, kyn-
sjúkdómum, buxum og biblí-
unni.
Havelock Ellis.
• Vegur siðmenningarinnar
er varðaður niðursuðudósum.
Elbers Hubbard.
• Burðarstólpar siðmenn-
ingarinnar eru úr hópi mikil-
menna, en aldrei almennings.
Þegar mikla menn vantar,
strandar siðmenningin.
Victor Duduy.
• Ég veit, að ég er á meðal
siðmenntaðra manna, af því
að þeir slást eins og villi-
menn!
Voltaire.
V_______________________________J
ýmislegs efnis, en þá er enn ógetið
fyrirlestra, blaðagreina og þýðinga.
Hann var hamhleypa til verka og
þó forvitinn um menn og málefni
og nógu tiltektarsamur að gera sér
gjarnan dagamun í hópi vina og
kunningja og iafnvel í einrúmi. Af-
köstin sæta undrun, og voru samt
vinnuskilyrðin erfið framan af ævi,
en hagur hans vænkaðist mjög árin
í Holti. Kreppan reyndist íslenzkum
menntamönnum þung í skauti eins
og alþýðu. Þá sinnti Sigurður ýms-
um ólíkum verkefnum af ærnu
kappi og galt þess síðar. Einnig lét
hann sér annt um nemendur og
sóknarbörn, enda ráðhollur og
hjálpsamur. Eigi að síður var Sig-
urður Einarsson einrænn maður og
hlédrægur í framkomu og umgengni
þangað til hann var stiginn í stól að
predika trú eða stjórnmálaskoðanir.
Hann festi brátt yndi við Eyfellinga
og sveitina fögru og búsældarlegu
austur þar. Vissi ég, að hann gladd-
ist ynnilega að vinna kosninguna til
brauðsins í Holti, en hún var síður
en svo vís, enda keppinautur séra
Sigurðar sómadrengur, fæddur og
uppalinn á þessum slóðum, vinsæll
og frændmargur. Ég fagnaði því og,
hversu Eyfellingar kunnu ágætlega
að meta Sigurð sem prest, mann og
skáld, því að sannarlega var hann
um sitthvað umdeilanlegur. Hann
unni Eyjafjöllunum og fólkinu þar.
Gaman var að sækja hann og Hönnu
heim í Holt, þegar byggðin svaf
vornóttina eða haustkvöldið grasi
vafin, og núpinn bar við himin
brattan og tiginn, en Vestmannaeyj-
ar risu úr hafi í útsuðri í blárri
móðu, hillti upp eins og álfaborgir