Úrval - 01.02.1970, Síða 76

Úrval - 01.02.1970, Síða 76
74 ÚRVAL D'Annunzio var þá rúmlega þrí- tugur að aldri. Ljóð hans og skáld- sögur, sem nutu svo mikilla vin- sælda, höfðu í raun og veru verið játningar um hann sjálfan og líf hans. Margir héldu, að hann hefði þegar lifað sitt fegursta sem rithöf- undur og að honum tæki nú að hnigna. En Eleonora Duse var á öðru máli. Hún var viss um, að hann ætti þýðingarmestu verk sín enn eftir óskrifuð. Það var hennar sérstaka náðargáfa að geta orðið öðrum innblástur. Hún hafði sér- stakt lag á að vekja blundandi hæfi- leika annarra og beina þeim á rétta leið. D'Annunzio hafði skynjað þennan hæfileika hennar, strax þegar hann hitti hana í búnings- herbergi hennar fyrsta sinni. Duse hafði talað við Galese prins- essu, hina töfrandi eiginkonu d'Annunzio. Vinir Duse vöruðu hana við hinum hættulegu töfrum þessa manns, tillitsleysi hans og eigingirni í ástamálum. Sögupersónu þeirri, sem líkist honum mest, lýsti hann á þennan veg: „Örmagna af nautn og altek- inn þeirri beiskju, sem hún skildi eftir í sál hans, og því magnleysi, sem altók líkama hans, fylltist hann lífsleiða. Hann fann ömurleikann gagntaka sig. En svo fann hann, að lífið sjálft dró hann aftur til sín, hið fjölbreytilega líf, hið skipandi, ómótstæðilega líf. Dýrð listarinnar dró hann til sín, en í henni endur- speglast allur heimurinn, svipmót mannanna sjálfra, þrár þeirra og ástríður.“ D'Annunzio myndaði tengsl við annað fólk í vissu augna- miði, sem opinberaðist fyrr eða síð- ar. Hann gerði það til þess eins að öðlast nýja og dýpri lífsreynslu. En Duse skynjaði hið mikla afl, sem hann bjó yfir. Hún skynjaði það, að hann gæti gætt þetta sér- staka tímabil nýju lífi með beitingu þess krafts, sem í honum bjó. Hún vissi það með sjálfri sér, að hann gæti gætt þá Ítalíu, sem hún elsk- aði svo heitt, nýrri rödd, sterkri rödd í lífi samtímans. Og hún ætl- aði að stuðla að því, að sá draum- ur gæti rætzt. Og í þessum draumi skipaði ítalska leikhúsið sinn þýð- ingarmikla sess. Duse leitaði þvi að heppilegum samastað fyrir hann og fann hann í hlíðum Settignanohæðar fyrir of- an Flórens. Þar rakst hún á ein- býlishús, sem hún áleit mjög heppi- legt. Hún kallaði það „La Cappon- cina“. Hennar eigið hús, „Villa Porziuncola" var þar rétt hjá. Hvíta rósin var uppáhaldsblómið hennar, en rauða rósin var hans blóm. Því voru landareignir þeirra brátt þakt- ar hvítum og rauðum rósum. D‘ Annunzio, sem hafði gleymt tilveru þeirrar fullkomnu ástar, sem hann vegsamaði enn taumlausar en aðr- ir, fann nú þessa ást í hjarta Duse. Hún elskaði hann vilt og taumlaust. En jafnframt var hún sannfærð um, að sú ást yrði ekki endurgoldin að eilífu. Hún blés honum nýrri andagift í brjóst, og nú tók hann að skrifa af endurnýjuðum krafti. Hann samdi leikritin „Francesca da Rim- ini“ og „La Gioconda“, sem hann skrifaði handa „Eleonoru Duse með fögru hendurnar“ Á eftir þeim fylgdi skáldsagan „II Fuoco“ (Logi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.